Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 20
138
Benjamín Kristjánsson:
Apríl-Maí.
stjórna öllu viturlega. Ég gerði stórvirki, reisli mér liús.
Ég planlaði víngarða. Ég gerði mér jurtagarða og ald-
ingarða og gróðursetti þar allskonar aldintré. Ég bjó
mér til vatnstjarnir til að vökva með vaxandi viðarskóg.
Ég keypti þræla og' ambáttir og átti beimafædd hjú. Ég
átti meiri lijarðir nauta og sauða en allir þeir, sem ver-
ið höfðu á undan mér í Jerúsalem. Ég' safnaði mér silfri
og gulli og fjársjóðum og fékk mér söngmenn, og það
sem er yndi karlmannana: fjölda kvenna. Ég varð mik-
ill og meiri öllum þeim, sem verið böfðu á undan mér
í Jerúsalem. Einnig speki mín var kyrr hjá mér. Og allt,
sem augu mín girntust, það lét ég eftir þeim. Ég neitaði
ekki bjarla mínu um neina gleði.
En er ég leit á öll verk mín, þau er hendur minar
höfðu unnið, og þá fyrirhöfn, er ég bafði haft fyrir að
gera þau, þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir
vindi 1— og enginn ávinningur til undir sólinni“.
Þannig mælti þessi forni spekingur. Og' ekki ósvipuð
tilfinning er það, sem einn af meiri háttar vitmönnum
nútímans, heimspekingurinn Bertrand Bussel lýsir i
einni af bókum sínum. Þar er tekið svo til orða:
„Umhverfis lítið vogrek mannlegrar vináttu og fé-
lagsskapar, sjáum vér kolsvart úthaf myrkursins. Þar
hrekjumst vér á öldutoppunum skamma stund. Úr rílci
næturinanr að utan skellur á oss stormur og alda, beljar
svali, sem eykur mannsálinni ugg og ömurleik og ein-
manatilfinning, því að hún verður að berjast ein, með
því liugrekki sem hún á, gegn ofurvaldi og ofurþunga
alheimsins, sem hvorki hirðir um vonir bennar eða ótta.
Stutt og magnþrota er æfi mannsins. Yfir bana og alla
lians ætt gengur dómur myrkurs og miskunnarleysis,
hægt en óstöðvandi. Hin almáttuga rás efnisheimsins fer
ósveigjanlega sínu frani, blind á greinararmun góðs
og ills, og hirðulaus í eyðingu sinni. Því að maðurinn
er í dag dæmdur til að missa þá, sem honum eru kær-
astir, og hlýtur á morgun að ganga sjálfur að þeim