Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 39

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 39
Kirkjuritiö. Óskir og afrek. 157 og setti í staðinn venjulegan hring af sömu gerð. Morguninn eftir hélt bóndi heimleiðis með hringirin, sem liann hugði vera óskahring. En er hann var úr aug- sýn gullsmiðsins, fór hann, gullsmiðurinn, afsíðis inn í stofu sína og lokaði að sér, svo að enginn sæi til hans. Síðan sneri hann hringnum á fingri sér og mælti: „Ég vil eignast hundrað þúsund dali, undir eins“. Samstundis tók að rigna yfir hann gullinu, glerhörð- um, gljáaridi dölum. Hann æpti hástöfum og ætlaði að flýja til dyranna. En hann komst ekki alla leið. Hann féll og stóð ekki upp framar. Að lokum brotnaði gólfið undan þunganum, og gullsmiðurinn féll ofan í kjallara og lét þar líf sitt undir peningahrúgunni. Og er hann þar með úr sögunni. Er hóndi kom heim, sýndi hann konu sinni hringinn og sagði henni, hver kostgripur hann var. „Nú er basl- ið okkar húið“, sagði hann. „Nú höfum við höndlað hnossið. Við skulum aðeins hugsa okkur vel um, hvers við eigum að óska“. Konan var ekki lengi að hugsa sig um. Hún stakk upp á því, að þau óskuðu sér að eignast stærri akur. „Okk- ar akur er svo lítill“, sagði hún. „Það gengur geiri inn í akurinn okkar, sem aðrir eiga. Við skulum óska okk- ur að eignast hann“. En óskin var ekki notuð. Bónda fannst vel geta verið, að ef þau ynnu allt árið og vegnaði vel, að þá gætu þau keypt geirann og átt samt óskina eftir. Og þau unnu af kappi allt árið, og aldrei áður hafði þeim vegnað eins vel. í árslok gátu þau keypt akurgeirann og áttu þó drjúgan afgang. Þá vildi konan, að þau óskuðu sér að eignast hest og kú. „Ekki skulum við eyða óskinni í slíka smámuni“, sagði hóndi. „Kúna og hestinn eignumst við hvort sem er“. Skömmu síðar gátu þau keypt sér hvorttveggja. Og hóndi lék við livern sinn fingur. „Enn eigum við óskina

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.