Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 26
144
Benjamín Kristjánsson:
Apríl-Maí.
unni eru nær. Guðir þessir kunan að hafa einhverjar
glæsilegar Iiliðar, en þeir eru þó falsguðir og freistarar-
af þvi að þeir þekktu aldrei Iiinn heilaga anda Drott-
ins vors Jesú Krists.
Þessir guðir eru persónugervingar vorra mannlegu
breyskleika: hatuirsins, hefndarinnar, hrokans, eigin-
girninnar, ofbeldisins, hörkunnar, vfirlætisins og mun-
úðarinnar. Lögmál Krists var allt í andstöðu við þetta:
Það var lögmál kærleikans og fyrrgefningar, hógværð-
ar og mildi, góðvildar og sjálfsfórnar.
Eigi ný trúarvakning að koma, getur hún aldrei orðið
með öðru móti en þvi, að takast megi að opna skilning
manna fyrir því, að Kristur benti á ágætari leið en allir
þessir falsguðir fornaldar og nútíðar. Öll þessi skurðgoð
hafa mennirnir tilbeðið sér til ófarnaðar úr forneskju.
Kristindómurinn er í öndverðu fráhvarf frá þeim, eftir
að mennirnir voru orðnir leiðir á þeim og höfðu skilið
fánýti þeirra. Og enn geta leitandi hugir fundið i trúar-
og siðahugsjón kristindómsins þann fögnuð og frið, sem
þjónusta annara guða aldrei veitir. Vakningin getur því
aldrei byggst á öðru en því, að hugsjónir Krists, per-
sónuleiki og kenningar séu brendar inn i mannssálirn-
ar, svo að þær standi þar óafmáanlega skýrt i fegurð
sinni, og að byrjað sé þá nógu snemma að innræta þær.
Tækifærið hefir ef til vill aldrei verið meira en nú
að vekja skilninginn á því , að þetta er nauðsynlegt, ef
menningin á ekki að líða undir lok á jörðinni. Sú óg-
urlega blóðskírn, sem veröldin sldrist nú, sýnir oss eins
og í skuggsjá, hvert sú vantrú og villutrú leiðii’, sem
heimurinn hefir nú um sinn vei’ið drukkinn af.
Enginn getur verið svo skyni skroppinn af þeim, sem
utan við standa (ef nokkur stendur utan við) að gera
sér þess ekki grein, að það eru Ragnarök heiðinnar og
grimmra guða, sem nú ganga yfir veröldina.
Getum vér þá ekki gert oss vonir um, að upp úr synda-
flóðinu sjáum vér uppkomna öðru sinni jörð iðjagræna,