Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 57
KirkjuritiS.
Heilbrigt líf.
175
lög, til viðhalds og heilbrigðisþroska. Og mikil hjálparhella gætu
þeir verið okkur læknum í úlbreiðslu þekkingar, sem verndað
gæti og varið frá sjúkdómum og böli. Ríkinu ber að draga
merkjalinurnar og á ekki að hika við það. Þær verða ekki
dregnar nema því aðeins, að andlegar stéttar menn sætti sig
við að viðurkenna takmörk þekkingar sinnar, og stuðli að því
eftir guðs boði að útbreiða þá jækkingu, sem sönnust reynist
á bverjum tíma að vitrustu og beztu manna yfirsýn, en hafa
jafnan hugfast að breyta um, og það án tafar, eftir því sem(
sannara reynist.
ÖII fræðsla og uppeldi æskulýðs vors er meira og minna á
hverfandi hveli, fánýt, meiri og minni bleking, nema því að-
eins, að viðleitnin sé samræmd og merkjalínur dregnar. Hvers
vegna ekki að gera það?
Ól. Ó. Lárusson".
Eins og bréf þetta ber með sér, er það ekki skrifað
af neinni óvinsemd í garð íslenzkra presta, heldur þvert
á móti finnur læknirinn þörf á meiri samvinnu við þá.
Hann vill „samræma krafta lækna og presta, svo að störf
beggja komi að sem fyllstum notum til þroska mann-
lífs á voru landi“. Þetta er vel sagt og viturlega.
En bréf læknisins vekur ýmsar spurningar. Er sam-
vinna presta og lækna slæm? Og ef svo er, hvorum er
það að kenna? Og hvernig vrði hún betri? Ef læknirinn
á kröfu á prestinn um fylgi við skoðanir sínar og starf,
á þá presturinn engar kröfur á lækninn sinn, kirkjan
á læknastéttina?
Persónulega liefi ég góða reynslu af þeim héraðslækn-
um, sem ég hefi kynnzt mest og starfað með, og ég býst
við, að flestir prestar landsins myndu geta tekið undir
þau ummæli, hver fyrir sig og út frá sinni reynslu. Þó
mun enginn vera i vafa um það, að í ýmsu gæti sam-
vinna þessara tveggja aðila verið betri og ávaxtaríkari
en hún er, en mjög hygg ég, að vafasaipt sé, að mistökin
séu yfirleitt að eins prestanna megin, ef þá skoðun á að
Iesa út úr bréfi héraðslæknisins i Vestmannaeyjum. En
það, sem liann finnur prestunum einkum til foráttu er,
að þeir þekki lítt „líkamann og Itfsins lög“, og að eng-