Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 25

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 25
Kirkjuritið. Sjá, liðið er á nóttina. 143 verið nógu glöggsýn á það, að þó að tímarnir breytist, heimssskoðunin taki stakkaskiptum, þekking og tækni aukizt, þá er Ivristur hinn sami og viðfangsefni trúar- hragðanna óhreytt. Lífsgátan sjálf er óleyst, sálirnar eru ennþá jafn fátækar og sjálfum sér ónógar, enn eru þeir fáir, sem rata veginn í hæðirnar, samfélagsmenning vor er mjög í rústum. Eilíflega er þörfin hin sama fyrir þann hjálpræðisvilja, sem horfir út yfir þröngan hring hverf- leikans og vill knýja liópsins blindu hjörð til hærra lífs. Og það er sjálft viðfangsefni menningarinnar. Það þarf að teysa hundna krafta trúarinnar í mannsálunum úr læðingi, og kenna þeim að sjá dýrð Guðs. Það verður að vaka yfir því, að menningarhugsjónin verði aldrei of lág, efnishyggja hlindi ekki hugina. Leiðin til undan- sláttar er ávallt hægari en sú, sem liggur i hæðirnar. Þessvegna vilja þeir gleymast og hverfa í fjarska ald- anna, sem lagt liafa á brattann, eftir hoði Guðs, en múg- urinn dvelur niður á flatneskjunni og tilbiður þar sína gullkálfa á meðan. Ekki er nein ástæða til að ætla annað en að kyn- slóð nútímans sé jafn trúhneigð og nokkur önnur kvn- slóð hefir verið. En hún er aðeins áttaviltari i hugsun smni. Vér sjáum þess merki, að hvarvetna þar sem trú- m á sannan Guð hefir dofnað, liafa allskonar átrúnaðir komið í staðinn. Auk átrúnaðarins á vélarnar, á þjóð- skipulagið og mammon, sem nú er algengastur, ber ekki svo lítið á trú á einstaka menn: foringjana, sem svo eru nefndir. Þelta líkist helzt keisara dýrkuninni í róm- verska ríkinu til forna. Jafnvel stjörnuspeki, número- lógia og allskonar eldgömul liindurvitni skjóla upp koll- nnun. Hinir fornu guðir: Óðinn, Þór og Týr eru dýrk- aðir á ný. Þetta er fráhvarf til fyrri frumstæðari trú- arbragða, sem átt hefir sér stað. Mannsálin er ólæknanlega trúhneigð, eins og Dosto- jevsky komst að orði um liina rússnesku þjóðarsál. En niönnunum er gjarnara á að blóta þau goðin, sem jörð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.