Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 45
Kirkjuritið.
Óskir og afrek.
163
Ég þekkti þennan mann að vísu ekki mikið. Mér var
lill kunnugt, livernig önnur störf hans voru af höndunl
innt. En ég gat ekki hugsað mér, að þau væru illa unn-
in, af því „að manninn skal kenna við verk sín“.
Vinnuna má að vísu misnota eins og hverja aðra Guðs
gjöf. Hún er stundum ok, þrældómur, fjötur um fót.
Enginn er að öllu leyti sjálfum sér nógur, enda þótt
hann hafi verkefni við sitt hæfi. Hann þarfnast sam-
úðar, skilnings. Það eru margir, sem eru misskildir, og
])á eiga þeir erfiðara ineð að skilja aðra. Skilningsskort-
urinn særir svo, að undan svíður. Eitt ónærgætið orð
getur valdið meiri sársauka en þann liinn sama getur
rennt grun í, er hann lætur það sér um rnunn fara i
hugsunarleysi. Samúð og skilningur verrnir og vekur
bros. Það er sál manrisins því líkt sem vorskúr gróandi
jörð.
Ef skilninginn vantar og samúðin er ekki til, er ntað-
urinn einn og yfirgefinn. Þá er hann útlagi. Þannig hef-
ir æfi sumra afburðamanna orðið öll önnur en vonir
stóðu til. Allir þekkja sögu Grettis. Hann varð ógæfu-
maður vegna þess, að hann skorti samúð, skorti samúð
með smælingjunum, sem voru undir hans vernd, þegar
bann var ungur. Þessvegna kvaldi hann þá. Þangað
uiátti að miklu leyti rekja orsök hinnar miklu ógæfu
hans. En þrátt fyrir það var hann gæfumaður á viss-
an hátt.
Hann álli að vísu fáa vini. Og hann vann mörg ó-
happaverk. En eitt var það, sem aldrei brást honunt:
Móðurástin. Ilún vakti yfir honum, hað fyrir honum og
grét örlög hans. Hennar minning mun lifa margfalll
lengur en afrek lians. Ilenni liefir verið kveðið lof-
kvæði, og' þar er Ásdis á Bjargi ímynd móðurelskunnar,
sem er reiðubúin að fórna öllu fyrir barnið sitt. Það
var hamingja hans að njóta liennar svo lengi sem raun
varð á.
Og þó var óhamingja hans þyngri en tárum taki. Auð-