Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 12
130
Þjóðræknisfél. Vestur-íslendinga.
Apríl-Mai.
sein í beztu vopnum þeirra í fornöld. Þótt rvð kynni að
iiafa fallið á, þá varð brandurinn aftur bjartur og hreinn,
er til þurfti að taka.
Það var ágætlega fallið, að biskup íslands skyldi vera
fulltrúi þess við hátíðahöldin og flytja jafnframt kveðju
frá kirkju vorri til safnaðanna vestan liafs. Þeir söfnuðir
bafa unnið áður sama verkið sem Þjóðræknisfélagið
vinnur nú, það er beinlínis reist á þeirri undirstöðu. Og
nú vinna þessir aðiljar saman, kirkjan og þjóðernisfé-
lagið að verndun þess, sem íslendingar eiga dýrmætast,
trúarinnar og tungunnar.
Þeim, sem dvalizt hefir með íslendingum i Vestur-
heimi, verður minnisstæðust af öllu ættjarðarást þeirra,
eins og liún birtist i fegurstri mynd. ísland ber liæst fyr-
ir bugsjónum þeirra dag og nótt, vafið blessun Guðs
eins og sólskini. Þar sjá þeir himininn opinn. Paradís
þeirra skreyta fossar og fjallshlíð. Jafnvel það eitt, að
duft þeirra fengi að lokum að hvílast um eilífð í mjúkri
og léttri mold við rætur þeirra fjalla, fyndist þeim vera
sæla. Framfarir íslands eru þeim hjartfólgnast umræðu-
efni. Fjöldi íslendinga béðan að heiman nýtur nú gest-
risni og vináttu Vestur-lslendinga. Þeir mega ekki gleyma
þvi, að það eilt að kynnast ættjarðarást þeirra er meira
vert en allt annað, sem þeir læra. Og of tómlátir erum
vér stundum Heima-íslendingar um vinarhuginn að
vestan.
Ilér í ritinu hefir áður verið drepið á það, live bollt
myndi Isíendingum, að nánara samband vrði milli kirkna
þeirra austan Iiafs og vestan. Yrði það ekki aðeins stvrk-
ur kristnilífi hvorratveggju, lieldur einnig tungu og þjóð-
erni. Beztu menn eru að sjá þetta glöggvar og glöggvar,
og forseti Þjóðræknisfélagsins er vísastur manna til að
rétta fram bróðurhönd sína í þessu skyni, eins og skeyti
lians frá hátíðahöldunum til Prestafélags Islands ber vitni:
Djúpar þakkir fyrir kveðjuna með biskupi og símskeyti.
Hjartanlegustu óskir til prestastéttar Islands.