Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 43

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 43
Kirkjuritið. Óskir og afrek. 161 lionum ])á? Hann liafði gefizt upp. Hann átti að vísu yfir að ráða möguleikum, en liann misnotaði þá. Þess- vegna var hann dæmdur úr leik. Bóndinn trúði því, að hann ætti óskahring. Það var honum nóg, því að trúin flvtur fjöil. Það -var auðvelt fyrir liann að óska sér ein- hvers, en af þvi að hann var hygginn, sá hann, að óskin yrði ef til vill misnotuð, og það varð ekki aftur tekið. Á meðan hann hafði nóg og var ánægður með sitt hlut- skipti, var öllu óhætl. Hann trúði á töframátt liringsins. Það var honum nóg. Að launum ldaut hann svo það, að lifa í starfi sínu — og vaxa. Vinnan er böl, segja sumir. Þeir vinna að vísu samt, af því að þeir þurfa þess til þess að draga fram lífið. En vinnan er svo mismunandi af hendi leyst. Sumir vinna með liangandi hendi, af því að þeir kunna ekki að meta gildi starfsins. Þeirra áhugamál virðist vera fyrst og fremst þetta: Að timinn líði sem fvrst. Klukkan gengur allt of seint. Dagurinn er svo langur. Það er því likast, sem þessir menn scu að óska sér sem fvrst ofan í gröf- ina, því að mannsæfin er stutt og liðinn tími kemur ekki aftur. Loksins líður þó dagurinn. Að kveldi fá þeir laun sín greidd eða þá í vikulokin. Það er þeim nóg. Þeir þekkja ekki vinnugleðina og líta sljónm augum á árang- ur iðju sinnar. Þeir finna ekki gleðina innan sins eigin verkahrings og leita hennar langt yfir skammt. — Ef til vill finnst þeim heimurinn vondur, mennirnir slæm- ir og allir á móti sér. Þeim finnst þeir vera útskúfuð olnbogabörn. En þeim sést yfir eitt, og það er það, að verulegur hluti saka er hjá þeim sjálfum. Það er að visu sárl hlutskipti að verða óvígur, missa heilsuna og geta ekki unnið. En hitt er verra að geta unnið, en vilja það ekki. Hinn hópurinn er fjölmennari að vísu, sem betur fer. Sá, sem þann flokk fyllir, byrjar starf sitt vegna þess, að það á að framkvæma. Það er mælikvarði á mátt hans

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.