Kirkjuritið - 01.04.1944, Qupperneq 47
Kirkjuritið.
Óskir og afrek.
165
augu hennar upp. Hún sá, að líf þetta var auvirðilegt
og óþolandi. Og hún gerði bragarbót:
„Ég vildi ég hefði verið um kjurt
og væri aldrei horfin burt,
vantað mig gæti votl og þurrt,
ef væri nú aðeins til mín spurt“.
Brá þá svo við, að hún hvarf aftur til síns fyrra heim-
kynnis og undi nú hag sínum hið bezta. Hún hafði leit-
að hamingjunnar langt yfir skammt, en þó höndlað
hnossið að lokum. Hún hafði nú reynt það, að
„Vort lán hýr í oss sjálfum,
í vorum reit, ef vit er nóg“.
Nú skildi liún loks sjálfa sig og sitl hlutverk.
Norska skáldið Knud Hamsun hefur i einni af fræg-
ustu sögum sínum lýzt lífi landnámsmannsins, frum-
hyggjans. Hann hafði valið sér það verksvið að vinna
að gróðri jarðar. Hann hafði valið rétt, það, sem var
helzt við liæfi hans. Þar var hann allur og óskiptur.
Undir æfikvöldið litur hann yfir farinn veg, sem reynd-
ar er samfelld sigurbraut. Hann er ekki enn farinn að
draga sig í hlé, þótt aldur færist óðum yfir hann. Hann
vinnur, því að þegar starfsþrekið er þrotið og áhuga-
eldurinn kulnaður, þá er lífinu reyndar lokið. Það er vor
í loftinu og jörðin grær óðum. Hann er úti á akri, sem nú
er fullbúinn undir sáningu.
„Hvað vex þar? Allt nýtur þar vaxtar og þroska,
menn, dýr, jurtir. Bóndinn sáir liinu góða sæði. Korn-
in glóa eins og gull í kvöldsólinni, hrjóta víðsvegar úr
hendi hans og leita sér staðar, hvert á sínum rétta stað.
Innan skamms er akurinn algrænn yfir að líta. Fjöllin
lialda vörð yfir sveitinni, og lilýr andvgrinn ber með
sér angan gróandi jarðar. Kvöldsólin hnigur að viði,
og húmið sígur að. Nóttin er i nánd, og hvíldin hennar
verður mörgum kær“.
Þessi hóndi er að vísu enginn spámaður. Hann er ekki
frægur. Hann er ekki listamaður eða skáld, og hann