Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 48
166 Þorgnýr GuÖinundsson: Apríl-Maí. hefir aldrei verið hylltur af fjöldanum. En liann er konungur í ríki sínu, reitnum, sem hann mældi sjálf- ur. Hann öfundar engan. Við hvern mundi hann vilja skipta? Óðum líður að leikslokum. Spurningarnar þyrpast í hugann. Hvað hefi ég öðlazt? Hver er árangurinn af öllu minu erfiði? Er liann ekki aðeins hnýttar hendur, grá iiár, bogið bak? Þetta flýgur honum í huga, er hann gerir upp sinn eigin reikning. Mundi hann ekki helzt vilja slá striki yfir það allt, ef það gæli þá horfið i djúp gleymsku og þagnar? Nei, hann gerir það ekki, þvi að liann gafst aldrei upp. Hann stuðlaði að því að láta tvö strá vaxa þar, sem áður óx eitt. „Og manninn skal kenna við verk hans“. — Það er morgunn, fagur morgunn. Bóndinn liefur ris- ið árla úr rekkju. Hann þarf svo margt að vinna. Hann á stóran akur. Hann Iítur yfir hann, er hann fer til vinnu sinnar og blótar illgresinu, sem fær að vaxa þar óáreitt. Hann þarf öðrum hnöppum að hneppa, finnst lionum, og hefur gefizt upp við þann skæða óvin, sem ásækir akurinn hans. Þetta er ljótur hlettur, og helzt vildi hann ekki þurfa að koma þar nærri. Bóndanum verður að sönnu ekki horið það á brýn, að liann sé iðjulaus. Hann vinnur og verður að gera það. Svo kem- ur hann heim að kveldi, óánægður við allt og alla. Hann hreytir ónotum í börnin og er önugur við konuna. Hann á ekki nóga samúð með börnunum og skortir skilning á starfi liennar, sem heima vinnur alla daga. Þau hafa að vísu nóg að bíta og brenna, en það vantar samt mik- ið í heimilið. Það er þar kalt andrúmsloft og óhollt. Heimili granna hans hefur annan hlæ. Vinnan hrífur Iiann. Morgunstundin er fögur, og' honum er ljúft að starfa stutta stund i garðinum sínum. Iiver einasta arfa- kló er eyðilögð. Það þarf að hlúa að plöntunum, sem hafa nýlega vaknað til lifsins, og eru nú í örum vexti. Þetta var lika gert i gær. Þessvegna er hann líka fljót-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.