Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 56

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 56
174 Helgi Konráðsson: Apríl-Mai. þeir töldu mig engan vantrúarmami. Sumir töldu mig jafnvel trúinann, en viðskiptin enduðu œfinlega svo, að við skildum hvorugir aðra. Ekki efast ég um, að ég og þeir höfum viljað vel. Alltaf hefi ég sannfœrzt um það betur og betur, að krafta lækna og presta þarf, og á þjóðin að samræma, svo að störf lieggja komi að sem fyllstum notum, til þroska mannlifsins á voru landi. Vegna þessa eðlilega og sjálfsagða markmiðs, þarf að ríkja fyllsti •skiíningur beggja á störfum heilbrigðs lífs og þroska. Þú spyrð: Treystir ríkið sér til að samræma viðleitni hins veraldlega og kirkjulega embættismanns? Ríkinu ber lieilög skylda til jiessa, svo framarlega sem það liefir áhuga og vilja á að mennta þjóð- ina með útbreiðslu vísindalegrar þekkingar, því að hún losar menn við alls kyns hleypidóma, sem baka mein og böl. „Visind- in efla alla dáð“ o. s. frv. Prestarnir neita því ekki, þeir vita það og innan þeirra vébanda ætti að vera bægt öfgalaust að sam- eina viðleitnina. Því ekki að nota þennan dýrmæta aflgjafa handa blessuðu fólkinp? Við höfum svo sem ekki, mannkind- urnar, öðlast nema lítinn kyndil enn al' ljósi sannleika og þekk- ingar, en með þvi má lýsa, svo lengi sem það Iogar og ber birtu l'rá sér. Aukin þekking á þróun lífs og lifslögum hlýtur jafnan að glæða trú þeirra, sem trúhneigðir eru, á dásamlegan æðri mátt, og þar með auka trú þeirra á þann mátt, sem „augað gaf og allan dásemdarkraft lians“. i Ég hefi stundum sagt við prestana: „Þið eigið ekki að fá að stíga í stólinn og prédika fyrir lýðnum, fyrr en þið hafið fræðzt að marki um þróun lífsins hér á jörðu, kynnt ykkur líffræði með námi á háskóladeild, sem þá kennslugrein hefir með liönd- um. Þið gerið og getið gert meiri skaða en gagn manngróðrin- um, sem ykkur er trúað fyrir, engu siður en okkur læknunum, ef þið þekkið ekki einföhlustu lífsins lög, sem ykkur ber að kynna fólkinu“. Ég hel'i ol't í viðræðum við vini mína, prestana, niinnzt á einn þeirra ágæta sléttarbróður, síra Björn í Sauðlauksdal, sem rækt- aði matjurtir og kenndi fólki lifsins lög, svo sem, að mæður hefðu börn á brjósti, og um lífsmátt brjóstamjólkurinnar fyrir afkvæmið. í viðtali við „Atla“ segir liann á þessa leið: „Ef ]ni vilt ala upp fyrirmyndarnaut, þá gefðu kálfinum mikla nauta- mjólk, og viljirðu gera barnið þitt að kálfi, þá gefðu því lika nautamjólk, en viljirðu gera barnið að myndarmanni, þá gefðu því i öllum guðannu bænum brjóstamjólk, móðurmjólk, ]iá lireinu lind, sem guð lætur upp spretta i móðurbrjóstunum“. Ríkið missir sannarlega mikinn kraft í orðum góðra klerka, sem gætu og ættu að fræða lýðinn um nauðsynlcgustu lífsins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.