Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 22

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 22
140 Benjamín Kristjánsson: April-Mai. þess að þeim hafi borið nauðsyn til að afla sér þekk- ingar eða skilnings, og í krafti þessa sannleika séu þeir færir um það að fyrirdæma alla aðra til lielvítis elds en þá, sem tilheyra sérkreddu þeirra. Því meiri sem þröngsýni manna er á þessu sviði, því ofstækisfyllri eru þeir að jafnaði, og þó að þeir séu gjarnan manna ákaf- astir i að revna að frelsa aðra eftir sínum eigin leiðum, þá ræður það að líkum, að þeir ná venjulegast litlum árangri, nema hjá lítilsigldu fólki, sem her sáran kvíð- boga út af syndum sínum og verður dauðfegið, er þvi er boðin sáluhjálpin á jafn fyrirliafnarlítinn hátt. Suml af þessu fólki, sem lendir inn á þessum leiðum, er að vísu trúhneigt, og grandvart fólk, sem ekki skilur betur. En alltaf verður þessi sértrúnaður moldviðrislegur og sálsýkiskenndur, og þar bryddir á leiðinlegum trúar- hroka hjá mönnum, sem ekki verður vart við að hafi meiri sálarþroska til að bera en almennt gerist. Verða þesskonar fyrirbrigði fremur til að hrinda hugsandi mönnum burt frá öllum kristindómi, þar sem hent er á þessa „trúuðu“ sem skrauteintak Drottins lærisveina, eins og þeir sjálfir þykjast vera í barnaskap sínum. VIII. Það er augljóst mál, að þetta afturhvarf til hókstafs- trúarinnar getur aldrei orðið til neinnar meiri háttar viðreisnar í trúarlegu eða siðgæðislegu lifi þjóðanna. Þrátt fyrir allt getur menningin ekki tekið sporið aftur á bak á. þann hátt. Menn frelsa aldrei sjálfa sig eða lieim- inn með þvi að slá striki yfir hugsun sina og afneita allri þekkingu, hvors tveggja þarf við í ríkum mæli. Ann- að mál er það, að öll þekking vor og rökvís hugsun nær ennþá skammt i þá átt að útskýra leyndardóma tilverunnar, og getur trúin þvi í hinzta skilningi þ. e.: sem siðavitund) ekki verið bundin af þessum takmörk- unum, sem eru á þekkingu vorri á hinum ytra heimi, né ákvarðast af þeim. Þetta er sá snefill af sannleika,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.