Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 14
132
Benjamín Kristjánsson:
April-JIaí.
jarðneska og hið liimneska eðli mannsins togast á og
blandast saman með ýmsu móti. Það er stöðugt synda-
fall og afturhvarf, einnig hjá þeim, sem konmir eru á
veginn. Trú og efi berjast um völdin í lmganum. Hjá
hverjum þeim manni, sem er í andlegum vexti, hlýtur
oft að verða upplausn í trúar og lífsskoðunum, eftir því
sem sjóndeildarliringurinn færist út. En slíkar bvlting-
ar í bugsanalífi kunna að leiða til æðri og dýpri trúar-
sannfæringar, sé takmarkið skýrt fyrir augum. Því að
hið andlega lif er að þessu leyti áþekkt líkamslífinu, að
það verður ekki byggt upp með ómeltum skoðunum og
staðhæfingum annara. Sálin verður sjálf að brjóta til
kjarnans það, sem að benni er rétt, áður en hún getur
farið að nærast á þvi. Tráin, sem varir, verður aðeins
byggð u])]) með sjálfstæðu lnigsunarstarfi og andlegri
reynslu. Þessvegna er rétt að taka það undir eins fram,
að þó að vorir tímar hafi vissulega verið miklir upp-
lausnartímar í trú og siðgæði, er það samt ekki full á-
stæða lil hölsýnis, þó að nú horfi margt dapurlega. Upp
úr deiglunni kann að rísa meiri og sterkari trú en vér
áður höfum átl. Bylgjutoppurinn er næsti áfangi við
öldudalinn. Eftir nóttina kemur daguriun. Ósigrinum
iná snúa í sigur.
III.
Ef vér förum að leita að orsökum upplausnarinnar, þá
liggja rætur hennar víðsvegar i söguniii, i félagslífinu,
i þróun náttúrvísindanna og hinu mannlega eðli.
Heimsmynd miðaldana var mörkuð skýrum línum:
Jörðin var miðdepill alheimsins. Himininn var fótskör
Guðs. Þar sat Drottinn allsherjar með hersveitum engla
og stjórriáði jörðinni í almætti sínu. Guð bjó að vísu í
því Ijósi, sem enginn fékk til komizt. Hann var óskilj-
anlegur eins og Chrvsostómus og fleiri guðfræðingar
margsinnis bentu á. En þrátt fyrir það var guðfræðin
fvrir öllum þorra manna ekkerl líkingamál, heldur