Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 35

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 35
KirkjuritiÖ. S. S.: ElliheimiliÖ i Skjaldarvík. 153 Drottinn kærleikans helga þau störf, sem hér verða unnin fyrir þá, sem erfiðað hafa og eytt kröftum sínum lengri eða skemmrd vinnudag í þjónustu lífsins. Megi líkn og miskunn hins góða Guðs verða hér athvarfið bezta öllum þeim, sem hingað leita hvíldar og skjóls á komandi tímum. Megi þreyttir og sjúkir finna frið í faðmi hans, ljós hans lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Guð blessi þetta hús og framtíðarstarfið, sem það er vígt og helgað frá þessari stundu. Guð blessi gamla fólkið á þessum stað og um allar landsins byggðir, Guð gefi, að oss aukist skilningur og samúð því til handa, að vér gleymum aldrei, að það hefur erfiðað og vér erum gengnir inn í vinnu þess. Guð blessi öll íslands börn. Lofað og vegsamað sé hans heilaga nafn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.