Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 58
17(5
Helgi Konráðsson:
Apríl-Mai.
inn prestur ætli að „fá að stiga í-stólinn og prédika fyr-
ir lýðnum, fyrri en hann hafi fræðzt að marki um þró-
un Iífsins hér á jörð og kynnt sér líffræði með námi i
háskóladeild, sem þá kennslugrein hefir með ]iöndum“.
En er þeir hafi fengið þessa fræðslu, muni þeir geta
hjálpað læknunum í starfi þeirra. Hann vill því tvimæla-
laust setja þá á, enda þótl hann telji þá of vissa i trúar-
skoðunum sínum.
Þessi orð eru öll verð athugunar. Enginn efast um það,
að æskilegast sé, að prestarnir séu sem allra bezt mennt-
aðir og vili skil sem flestra hluta. En þessi orð minna á
mörg önnur lík ummæli úr ýmsum áttum, sem beint er
til prestanna. Sumir telja, að presturinn verði að vera
vel að sér i lögum, til þess að liann geti prédikað skamm-
Iaust fyrir lýðnum, hann þarf að vera útfarinn í upp-
eldisfræði, harnasálarfræði, liann þarf að vera spíritisti
og guðspekingur og nýguðfræðingur. Hann verður að
vera góðtemplari, en samt er liann hölvaður poki, ef
liann þorir ekki að fá sér i staupinu við og við. Svo þarf
liann að vera i öllum félögum i sveitinni sinni eða þorp-
inu — nema kvenfélaginu. Enn væri hægt að telja upp
fjölda margar kröfur, sem margir prestar munu kannasi
við, að gerðar liafi verið til þeirra, svo að ekki munar
mikið um það, þó að presturinn eigi nú einnig að fara
að prédika læknisfræði.
í mikilli auðmýkl held ég, að öllum þessum kröfum
verði bezt sinnt með því að revna ekki að sinna neinni
þeirra.
í menningarþjóðfélagi, þar sem verkaskipting er og
liver starfandi maður reynir að gera sjálfan sig færan í sin-
um verkahring, hlýtur það að verða affarasælast, að prest-
urinn sé fyrst og fremst prestur, prédikari, boðheri guðs-
orðs, guðstrúar og kristilegs siðgæðis og reyni að lifa
eftir ])vi þrátt fyrir ófullkomleika sinn og mistölc og
vanmátt; og að liann sé kristilegur leiðtogi æskulýðsins.
En þó að hann geti þvi miður ekki verið lifandi al-