Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 30
148
Sigurður Stefánsson:
Apríl-Maí.
þessu nýja heimili sínu. En alls mun stofnunin rúma
um 30—10 vistmenn. Forstöðumaður er Guðmundur Þor-
kelsson, Sunnlendingur, vanur hjúkrun bæði hér heima
og erlendis. Er trúlegt, að aðsókn verði mikil, því að hvort-
tveggja er, að staðurinn er svo vel í sveil settur, sem
bezt verður á kosið, og meðgjöf mjög stillt í hóf. Fyrir
eigandanum er ])etta áreiðanlega hreint hugsjónamál,
en ekki gróðafyrirtæki. Það vita allir, sem Stefán þekkja.
Sjálfur er liann þeirrar skoðunar, að allt of litið hafi
hingað til verið gert fyrir gamla fólkið, og margir munu
mæla, að hann liafi nú a. m. k. greitt sína skuld. Áður
var hann, sem sjálfur er ókvæntur og barnlaus, búinn
að sýna lmg sinn gagnvart æskunni með því að ala upp
og koma til manns stórum barnahóp, sem systir hans
dó frá ungum.
Finnst mér, að svona maður eigi fyllstu viðurkenn-
ingu skilið, ekki sízt frá okkar hendi, sem vinnum i
þjónustu kirkjunnar. Og fyrir þá sök þykir mér fara
vel á þvi, að Kirkjuritið geti þessa að einhverju.
Elliheimilið var vígt sunnudaginn 31. okt. 1943, og
flutti ég þá ræðuna, sem hér fer á eftir.
„Aðrir hafa erfiðað“.
Texti: Jóh. ti,38 b „— aðrir hafa erfiðaff, en þér
eruð gengnir inn í vinnu þeirra."
Jesús er að tala við lærisveina sína um sáningu og- uppskeru.
Hann mælir þar líkingarfull orð eins og svo oft, dregur upi'
skýrar myndir af því, sem allir geta séð og þreifað á, en sýnir
síðan hliðstæðu þess og veruleik í andlegu lífi.
Hann er að tala um starfið — Starfið fyrir guðsriki. Vinum
hans og samverkamönnum finst skammt miða, enn langur tími til
uppskerunnar. Þeir eru vonlitlir um árangur erfi.ðis síns og bar-
áttu. Markið, sem keppt er að, sýnist svo óra-langt undan. Þeir
svo fáir, en hin nýju verkefni, sem við hlasa, svo óendanlega
miirg og erfið viðfangs.
Hann er aftur bjartsýnni. Hann eygir ótal mögleika þar,
sem þeir sjá enga: Hefjið upp augu yðar og lítið á akrana“,
segir hann. „Þeir eru þegar hvítir til uppskeru". Það, sem þeir