Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 36
Apríl-Maí.
Séra Jón Árnason
Séra Jón Árnason, fyrr-
um prestur að Bildudal,
lézt að Elliheimilinu
Grund hér i borginni 12.
apríl þ. á., nær áttræður
að aldri, fæddur 4. júní
1864 að Þverá í Hallárdal
í Húnavatnssýsiu. Foreldr-
ar lians voru Árni Jóns-
son, bóndi þar og hrepp-
stjóri, og kona hans Svan-
laug Björnsdóttir, bónda
á Þverá, Þorlákssonar.
Haustið 1881 tók hann
inntökupróf í 1. hekk
lærða skólans og útskrif-
aðist þaðan eftir sex ára
Séra Jón Arnason nám, 30. júní 1887. Gekk
honum námið í góðu meðallagi, var t. d. með þeim bezlu
í bekknum í frönsku, og sat oftast í miðjum bekk.
Næst vetur liafði hann kennslustörf á liendi, en gekk
svo í Prestaskólann og útskrifaðist þaðan í ágúst 1890.
Árið 1891 var honum veittur Otrai'dalur og hann vígður
7. júní s. á., og 20. júlí s. á. kvæntist hann Jóhönnu Páls-
dóttur frá Stapadal i Arnarfirði, Símonarsonar, er lifir
mann sinn. Varð þeim 8 barna auðið, og eru 6 þeirra
á lífi, öll búsett hér.
Þau hjónin reistu þegar bú á prestssetrinu í Otrar-
dal, en er kirkjan var flutt að Bíldudal (1906) fluttust
þau einnig í kauptúnið, og um sömu mundir var Selár-