Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 66

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 66
184 Fréttir. Apríl-Mái. ar menn lögeggjan að ganga ekki lengur duldir þess, sem skylt er að vita. Þýðandinn, sem unnið hefir verk sitt af mestu prýði, hefir hreyft því, að bókina ætti að varidlesa með stúdentum í Háskólanum. Væri þess sízt vanþörf, miðað við það, sem nýlega hefir verið horið á borð varðandi andleg mál í blaði róttækra stúdenta og sýnir jafnan skorl á þekkingu, skilningi og dóm- greind. Mætti þá svo fara, að sumir þeir, sem nú gjöra hróp að trú og kristindómi, blygðuðust sín og fyndu, hve gjörsamlega slíkt er ósamhoðið menntuðum mönnum. Yfirleitt er bókin holl- ur lestur hverjum hugsandi manni og forsendur skýrar að nið- urstöðu hennar. Henni er lýst meðal annars á þessa leið: „Frá sjónarmiði vísindanna eru geysiríkar ástæður tii að ætla, að til sé æðri andi, er sé uppspretta og leiðtogi þeirrar fullkomnunar, sem laðar og býður og hvetur oss með hugsjón- um vorum, andi, er vilji draga alla menn til sin og sé sá drott- inn, er lætur allt orsakakerfið þjóna markmiði sínu; hann skapi þá einingu, er hugsunin stöðugt leilar aö, og bæði stjórni lífi mannsins, með hugsjónum og sé, eins og Dante orðar' fagurlega í lok sinnar löngu Divina Commedia, Sú ást, er hreyfir sól og allar aðrar stjörnur. Höfundur og þýðandi eiga báðir þakkir skyldar. Kirkjuritið kemur út í heftum, 1-3 í senn, alla mánuði ársins nema ágúst og sept. Verð innanlands 10 kr. í Vesturheimi 2 doll- arar. Gjalddagi 1. apríl og 1. okt., ef menn kjósa heldur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innlieimtu annast frú Elísabet Jóns- dóttir, Hingbraut 144, sími 4770, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.