Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 4

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 4
Morgunsálmur, Lag: Af innstu rot mín ðnd og sál sig gleður. Ó, Drottinn, hvað þín dýrð er stór og fögur, er dregur þú um loft og jörð og ögur með Ijóssins vendi morguns töframyndir, þá megin-dýrð, er skuggavöldum hrindir. Hinn fyrsti geisli hæfir mig í hjarta. Um huga minn fer guðdómsljósið bjarta. Er örvar Ijóssins snerta holt og hæðir, ég horfi á, hve lífi allt þú gæðir. Á hverjum morgni birtist náðin nýja. IVIeð nýjum degi má ég til þín flýja, er skundar geisli skýjaveginn bjarta með skilaboð frá þínu föðurhjarta: Ó, vesall maður, vertu ekki hræddur, þá veizt, minn sonur er í heiminn fæddur. Á morgni nýjum máttu til hans leita, hann mun þann dag sinn frið í hjartað veita. Kom, morgunn nýr, að mannkyns skapadómi. Kom, mannkyn nýtt, og lofsyng einum rómi. Kom, dagur nýr, með dásemd þúsundfalda. Kom, Drottinn Jesú, sami um aldir alda. Magnús Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.