Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 10

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 10
156 KIRKJURITIÐ Því jafnt þegar ógnþrungnir eldar brunnu og íshraunin hvítu til landsins runnu, var seilzt í þá dýrð, sem ei dró á tálar og dulin var langt inni í heimi sálar. En kristninnar aðall var aldrei því háður, hvort ættstofn hans kallaðist hár eða smáður, þá vegsemd hlaut sá, sem gat ort sína ævi í eilífan brag, sem var Guði við hæfi. Vort land á sér hvort tveggja lán og sorgir, sín Ljósufjöll, sínar Dimmuborgir. En til eru sóltindar íslenzkra æva, sem Öræfajöklinum hærra gnæfa. Sé ég sumardýrð, svartar haustnætur, veldi vetrarhjarns. Sé ég uppi yfir ungbarns hvílu vaka nóttlaust vor. Sé ég sögutjald fyrir sjónir líða, myndir margvíslegar, eldrituð orð, önnur í blóði, þriðju í gullnum geislum. Lagt er langskipum á Ijósum vogi, stoltar stíga á land ættir Austmanna, íslands feður, herskátt hetjukyn. Dreifist bændabyggð um bjartar sveitir. Rík er landsins rausn, auðugar ár, uppvaxnir skógar milli fjöru og fjalls. Römm er rányrkja, rík er heiðni. Gullöld glæsileiks, sólöld sagnanna sígur og hverfur í myrkur sjálfrar sín. Lít ég, hvar í lofti er læðzt á vængjum yfir bóndans bæ. Hlusta þar í húmi hrafnar Óðins, horfa í hugi inn. Hásri hrafnsraustu hefndarinnar rofin er rökkurþögn: Vel er vígljóst senn, vega skal. Upp skal Óðins þjóð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.