Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 16

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 16
Prestastefnan 1953. Prestsvígsla og prestastefnan sett. Prestastefnan var haldin í Reykjavík dagana 19.—21. júní, fjölsótt að vanda; munu um 90 prestsvígðir menn hafa setið hana. Hún hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, og fór þar fram prestsvigsla. Var Ingimar Ingimarsson guðfræði- kandidat vígður prestur í Raufarhafnarprestakalli í Norð- ur-Þingeyjarprófastsdæmi. Biskup vígði, en séra Jón Auð- uns dómprófastur lýsti vígslu, og var ræða hans jafnframt synodusprédikun. Presturinn nývígði sté einnig í stólinn. Þeir séra Friðrik Friðriksson prófastur og séra Björn Jóns- son þjónuðu fyrir altari, og fór fram altarisganga. Tveimur stundum eftir hádegi setti biskup prestastefn- una í háskólakapellunni með lestri úr Ritningunni og bæn. Dr. Páll ísólfsson lék á orgel og Þórarinn Guðmundsson á fiðlu. Því næst var gengið í hátíðasal Háskólans, og voru fund- ir prestastefnunnar haldnir þar. Flutti biskup ávarp til prestanna og yfirlitsskýrslu yfir starf kirkjunnar á liðnu synodusári. Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir. Ég býð yður alla velkomna. Það er fagnaðar- og þakkar- efni, að vér enn fáum að eiga hér samfund til þess treysta vináttu- og bræðraböndin og sækja oss styrk og nýjan áhuga í starfi voru fyrir kirkju Krists og kristm lands vors. Þessir dagar samfunda á prestastefnunni eru oss kærkomnir, vér finnum, að þeir eru þáttur í starfi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.