Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 17

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 17
PRESTASTEFNAN 1953 163 voru, sem eigi má missast. Þá eigum vér þess kost að auka kynningu vora, bera saman reynslu vora í starfinu, gera oss grein fyrir því, sem fram fer í þjóðlífinu og hver áhrif kirkjan og störf vor hafa til góðs á líf og breytni samtíðarmannanna. Þá gerum vér oss far um að koma auga á ný verkefni, berum saman ráð vor um það, hvernig að þeim skuli unnið, til þess að viðleitni vor geti borið árangur og orðið þjóðinni til gagns og blessunar. Það er erfitt og vandasamt að dæma um árangurinn af andlegu starfi. Sáðmaðurinn gengur út að sá. Sæðið festir rætur án þess að það sjáist eða á ávöxtinn sé hægt að benda fyrr en eftir langan tíma. Það, sem gildir, er að sáð- aiaðurinn sé árvakur og ötull við sáningarstarfið og vandi verk sitt sem bezt hann má. Þeir, sem bezt hafa skyggnzt inn í fortíð þjóðar vorrar og rannsakað hafa sögu hennar, bykjast sjá glögg merki þess, að starf og barátta kirkjunn- ar með hinni islenzku þjóð hafi verið mjög mikilvæg í sið- ferðilegu og menningarlegu tilliti, að kirkjan og guðstrúin hafi orðið þjóðinni athvarf og styrkur, þá er mest þrengdi að henni, að hún hafi ávallt bjargað, er neyðin var stærst, en aldrei brugðizt. 1 þeirri óbifanlegu trú, að kristin kirkja og kristin trú sé og verði öllu mannkyni öruggast athvarf og meginstyrk- Ur á jarðlífsgöngunni, er allt kirkjulegt og kristilegt starf unnið, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. >,Hvað er þá orðið okkar starf“ — okkar, sem nú erum * bjónustu kirkjunnar í landi voru? Hér á eftir verður frá ýnisu skýrt, sem fram hefir farið á sviði kirkjumála á síðasta synodusári. En frá hinu innra starfi er ekki unnt að skýra. Framtíðin kann að einhverju leyti að leiða arangurinn í ljós, sumt kemur aldrei í ljós, svo að á það verði bent og það metið og vegið. En það er einhuga bæn vor, að Guð megi með velþóknun líta veika viðleitni vora °g blessa árangurinn af henni. En framundan sjáum vér allir hin stóru verkefni. Þau eru í raun og veru mannlegum ^aastti ofvaxin. Þó er engan veginn ástæða til að láta hug-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.