Kirkjuritið - 01.09.1953, Qupperneq 18
164
KIRKJURITIÐ
fallast. Hans þætti í stjórn heimsins megum vér aldrei
gleyma. Veröldin er enn í hans hendi og lýtur lögmálum,
sem hann hefir sett. Vér njótum sólar og kærleiks, ef vér
erum í samræmi við hin andlegu og siðferðilegu lögmál,
sem hann hefir sett. Ella gengur dómur hans yfir heim-
inn. Eins og vér sáum, munum vér uppskera. Baráttan
milli hins góða og illa hefir átt sér stað frá því er Guð
opnaði hinum fyrstu foreldrum dvalarstað í aldingarðin-
um Eden.
Kirkja Krists er mikilvægasta stofnunin á þessari jörð.
Ekki aðeins vegna þess, að hið andlega líf mannsins er það,
sem máli skiptir og að á því grundvallast öll líðan hans,
heldur vegna þess, að hún býr yfir og varðveitir sann-
indi kristindómsins. Það, að kirkjan lætur sig skipta ófull-
komleika mannsins, veikleika hans, misstig og hrösun,
galla og synd, sýnir, að hún er vinur hans. Hún er andleg
móðir, sem ber í hjarta sér kærleika Guðs og opinberun
hans í drottni vorum og frelsara Jesú Kristi. Leiðtogar
kirkjunnar eiga á hverjum tíma að boða og birta Guð og
vilja hans, þess vegna er ábyrgð þeirra mikil. Velfarnan
og farsæld þjóðar vorrar er undir því komin, að áhrif þess
boðskapar, sem Jesús Kristur fól oss að birta, verði víðtæk
og varanleg. Það, sem máli skiptir í boðun fagnaðarerindis-
ins og öllu voru starfi, er ekki skoðanir vorar og hin guð-
fræðilegu vísindi, sem vér mennirnir höfum búið til, held-
ur að vér gerum oss far um að vera í nánu samfélagi við
Jesú Krist, öðlumst dýpri skilning á mætti hans til ÞesS
að hjálpa og leiða mannkynið á veginn til lífsins, til Guðs.
Trú vor á Guð, óbifanleg sannfæring vor um að fagu-
aðarerindið eigi mátt til þess að umskapa mannlífið og gera
það fegurra og hamingjuríkara — og öflugt bræðralag
vort í anda Jesú Krists, þetta þrent mun búa oss þeim kost-
um lærisveinsins, sem þjóðin þarfnast, gera oss að þeim
vökumönnum, sem standa vörð um ytra og innra frelsi og
sjálfstæði þjóðarinnar, andlegan hag hennar, heill hcnnai
og farsæla framtíð. Mættu samfundir vorir á þessarri