Kirkjuritið - 01.09.1953, Qupperneq 22
168
KIRKJURITIÐ
Séra Rögnvaldur Finnbogason, er vígður var hinn 27. júlí og
settur að Skútustöðum, eins og áður er sagt. Hann er fæddur í
Hafnarfirði, sonur Finnboga Jónssonar og konu hans, Ingibjarg-
ar Magnúsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1947.
Innritaðist nokkru síðar í guðfræðideild háskólans og lauk það-
an embættisprófi vorið 1952. Hann er kvæntur Erlu Gunnars-
dóttur úr Reykjavík.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson, vígður 27. júlí aðstoðarprestur
föður síns að Breiðabólsstað, en síðan settur frá 1. okt. 1952
prestur að Kálfafellsstað með aukaþjónustu í Hofsprestakalli í
Öræfum, og nú skipaður prestur á Kálfafellsstað. Hann er
fæddur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð 26. júlí 1928, sonur séra
Sveinbjarnar prófasts þar Högnasonar og konu hans Þórhildar
Þorsteinsdóttur. Stúdentsprófi lauk hann á Akureyri vorið
1948, innritaðist í guðfræðideild Háskóla íslands haustið 1949
og lauk þaðan embættisprófi vorið 1952. Hann er kvæntur Önnu
Elínu Gísladóttur frá Bakkagerði í Reyðarfirði.
Séra Jónas Sturla Gíslason var vígður til Víkur í Mýrdal hinn
15. febr. s.l. Hann er fæddur í Reykjavík 23. nóvember 1926.
Foreldrar hans eru Gísli Jónasson skólastjóri og kona hans,
Margrét Jóna Jónsdóttir. Stúdentsprófi lauk hann í Reykjavík
vorið 1946 og embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands vor-
ið 1950. Hann er kvæntur Arnfríði Ingu Ásmundsdóttur fra
Akranesi.
Séra Magnús Guðjónsson, sem vígður var 15. febr. s.l. til
Eyrarbakkaprestakalls í Árnesprófastsdæmi, er fæddur 1
Reykjavík 26. janúar 1926, sonur Guðjóns Jónssonar og konu
hans, Steinunnar Magnúsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1
Reykjavík vorið 1927, en embættisprófi úr guðfræðideild Háskól-
ans vorið 1951, Hann er kvæntur Önnu Sigurkarlsdóttur ur
Reykjavík.
Séra Birgir Snæbjörnsson var vígður 15. febr. s.l. til Æsu-
staðaprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi, og hefir nú fengi®
veitingu fyrir því embætti. Séra Birgir er sonur Snæbjarnar
Þorleifssonar bifreiðaeftirlitsmanns á Akureyri og konu hans,
Jóhönnu Þorvaldsdóttur, og fæddur á Akureyri 20. ágúst 1929-
Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1949 og embættispróf1
í guðfræðideild Háskólans í janúar 1953. Hann er ókvæntur.
Þessa nývígðu starfsmenn kirkjunnar býð ég hjartanlega vel