Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 25

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 25
PRESTASTEFNAN 1953 171 Og biskup landsins, sem um aldir hefir haft umráðarétt prests- setranna, hann hefir samkvæmt lögunum ekkert um þessi mál að segja, eins og prestssetrin væru biskupinum orðin með öllu óviðkomandi. Þrátt fyrir andmæli mín, stjórnar Prestafélags íslands og skipulagsnefndar prestssetra, var frumvarp þetta knúð í gegnum þingið og gert að lögum. Eigi var leitað álits kirkjuráðs um málið, svo sem lög um kirkjuráð ætlast til, enda samþykkti kirkjuráðið á fundi hinn 23.. febrúar síðastliðinn, að lýsa bæði óánægju og undrun yfir þessari lagasetningu og fór fram á það við kirkjumálaráðherra, að hann noti sér ekki þá heimild, sem í lögunum felst. Er þess að vænta, að hann beiti ekki þessari lagaheimild um skerðingu prestssetranna, og að næsta Alþingi, eftir að hafa kynnt sér hin mörgu og rökstuddu mótmæli gegn lögum þessum og andúð ekki aðeins prestastétt- arinnar heldur og yfirgnæfandi meiri hluta safnaðanna í land- inu, geri annað tveggja að nema lög þessi úr gildi, eða breyta þeim þannig, að við megi una. í lok síðasta Alþingis bar þingmaður Ámesinga, Sigurður Ó. Olafsson, fram frumvarp um kirkjubyggingasjóð, þar sem far- ið er fram á mjög sanngjarnan og raunar sjálfsagðan stuðning þess opinbera við kirkjubyggingar í sóknum landsins. Frum- varp þetta bar þingmaðurinn fram í fullu samráði við mig, og eftir að ég hafði sent það kirkjumálaráðherra til athugunar með ósk um, að hann kæmi því á framfæri í þinginu. Enda þótt kirkjumálaráðherra þá ekki sæi sér fært að bera frumvarpið fram, þá vænti ég þess eindregið, að hann veiti málinu fullan stuðning á næsta Alþingi, og að honum eigi síður en öðrum sé ijós eigi aðeins þörfin á nýrri löggjöf um þetta efni, heldur einnig hið menningarlega og trúarlega gildi þess, að koma byggingum kirknanna í sæmilegt og viðunandi horf. Tvær kirkjur hafa verið vígðar á synodusárinu: Hlíðarenda- ^'rkja í Fljótshlíð, er vígð var 22. júlí 1952, og Mýrakirkja í Oýrafirði, er ég vígði hinn 31. maí s.l. Báðar þessar kirkjur fámennir söfnuðir endurbyggt af hinum mesta myndar- skap, og hvorki til þess sparað fé né fyrirhöfn. Á árinu var haldið áfram byggingu nýrrar kirkju á Selfossi. Verður það stor kirkja og myndarleg, og er þegar komin undir þak og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.