Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 32
178
KIRKJURITIÐ
En í sambandi við þennan volduga félagsskap (L. W. F.),
sem að Hannoverþinginu stóð og íslenzka kirkjan er meðlimur
í, tel ég mér skylt að geta þess, að þetta heimssamband
lútherskra kirkna leggur fram á hverju ári of fjár og óhemju
mikið starf til hjálpar bágstöddu og heimilislausu flóttafólki í
hinum ýmsu löndum. Ennþá hefir íslenzka þjóðkirkjan engan
þátt tekið í þessu líknarstarfi, enda þótt þörfin á slíkri hjálp
sé átakanlegri og brýnni en orð fá lýst. Ég lít svo á, að við get-
um ekki kinnroðalaust haldið áfram að skerast úr leik í þessu
efni, enda hefir þjóðin jafnan verið bæði örlát og hjálpsöm,
þegar á hefir reynt. Mér þætti vænt um að heyra undirtektir
ykkar um þessi mál og á hvern hátt þið teljið heppilegast að
afla fjár til þessarar styrktarstarfsemi.
Hinn 2. ágúst síðastl. sumar lagði ég af stað í ferðalag til
Norðurlanda til þess fyrir hönd kirkjunnar að sitja þar ýmsa
kirkjulega fundi og dvaldi ég erlendis fram í miðjan september.
Fundir þeir, sem ég sótti í ferðinni, voru þessir:
1. Aðalfundur Kirknasambands Norðurlanda, er haldinn var í
Nyborg-Strand í Danmörku dagana 8.—12. ágúst, en íslenzka
kirkjan er, eins og kunnugt er, aðili að þeim samtökum. Þann
fund sat einnig séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi.
2. Fundur stjórnar Prestafélaga á Norðurlöndum, haldinn í
Linköping 15. ágúst. Mætti ég þar f. h. stjórnar Prestafélags ís-
lands.
4. Biskupafundur Norðurlanda, er haldinn var dagana 4.—-9-
september í Hindsgavl í Danmörku. Ræddu biskuparnir þar ýmis
kirkjumál og fluttu ýmsir þeirra þar athyglisverð og fróðleg er-
indi. Ég flutti þar fyrirlestur um kirkju íslands.
Enda þótt það kosti allmikinn tíma og fyrirhöfn að saekja
slíka kirkjufundi til annarra landa, þá hygg ég, að kirkjan okk-
ar megi ekki við því að einangra sig um of, og að henni getl
stafað verulegt gagn af kynningu við systurkirkjurnar og
helztu áhrifamenn þeirra, þótt ég viðurkenni fyllilega, að vér
eigum jafnan að stilla slíkum fundarsóknum í skynsamlegt hóf,
og taka þar tillit bæði til þess hve fámenn þjóðin er og hins,
hvað slíkar ferðir hljóta að verða bæði erfiðar og dýrar sökum
mikilla fjarlægða.