Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 35
PRESTASTEFNAN 1953
181
Séra Helgi Konráðsson, prestur á Sauðárkróki og prófastur í
Skagaf jarðarprófastsdæmi, varð fimmtugur hinn 24. nóvember.
Séra Valgeir Helgason, prestur í Ásaprestakalli, varð fimmt-
ugur hinn 29. janúar.
Séra Þormóður Sigurðsson, prestur að Vatnsenda, varð 50 ára
hinn 30. apríl.
Vil ég, fyrir hönd kirkjunnar, og vér allir sameiginlega árna
þeim gæfu og blessunar á þessum tímamótum í lífi þeirra.
Þá er skýrslu minni að þessu sinni lokið. í svo stuttu máli
er að sjálfsögðu ekki unnt að taka fram allt, sem maður hefði
óskað og ástæða væri til að nefna. Er og jafnan álitamál, hvað
heri að minnast á og hverju sleppa. Ef eitthvað skyldi vera, sem
þið, bræður mínir, óskuðuð að tekið væri fram í ársskýrslunni
°g eigi hefir verið talað hér um, er mér þökk á, að þér minnist
a það við mig, og mun ég að sjálfsögðu taka það til greina, ef
unnt er.
Starf prestanna í söfnuðum er víðtækt og kemur góður prest-
Ur víðast við, þar sem framfara- og velferðarmál eru á döfinni
1 söfnuðum þeim, er hann þjónar. Presturinn er án efa í nánara
sambandi við einstaklinginn, áhugamál hans, vandamál og
einkalíf en nokkur annar opinber starfsmaður. Að honum eiga
allir aðgang. Hann á fúsleika og þrá eftir því að leysa vanda-
^ál, greiða brautina og rétta fram bróður- og vinarhönd.
Þökk fyrir allt, sem vel var gert.
Aðalmál prestastefnunnar.
Aðalmál prestastefnunnar voru tvö að þessu sinni.
Hið fyrra var kirkjubyggingar, og voru framsögumenn þess
þeir séra Jakob Jónsson og séra Sigurður Einarsson. Hnigu
r*ður þeirra og annarra, sem til máls tóku, að því, að ríkinu
bæri að styrkja kirkjubyggingar í landinu, enda hefðu eignir
hirkjunnar runnið mjög til ríkisins. Ennfremur væri það í anda
stjórnarskrárinnar. Lýstu menn ánægju sinni yfir frumvarpi
þingmanns Árnesinga, Sigurðar Óla Ólafssonar, um kirkju-
hyggingasjóð, sem veita skuli mjög hagkvæm lán til kirkju-
hygginga. Að lokum var samþykkt þessi tillaga í einu hljóði:
Prestastefna íslands 1953 lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi
13