Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 40
Séra Kristinn Daníelsson prófastur.
Séra Kristinn Daníelsson prófastur andaðist að heimili
sínu, Útskálum við Suðurlandsbraut, 10. júlí síðastliðinn, á
93. aldursári. Var hann einn af mætustu mönnum sinnar
samtíðar á Islandi og prýði íslenzkrar prestastéttar.
Hann var fæddur að Hrafnagili í Eyjafirði 18. febrúar
1861, sonur Daníels prófasts Halldórssonar Ámundasonar
og Jakobínu Soffíu Magnúsdóttur
Thorarensens. Ólst hann þar upp
með foreldrum sínum. Hann varð
stúdent 1882 og kandídat í guð-
fræði 1884, hvort tveggja með
góðri einkunn. Þegar að afloknu
kandídatsprófi voru honum veitt-
ir Sandar í Dýrafirði, og vígðist
hann þangað fáum dögum síðar,
14. sept., aðeins 23 ára gamall.
Vorið 1886 kvæntist hann heit-
mey sinni, Idu Halldórsdóttur
yfirkennara Friðrikssonar, góðn
og glæsilegri konu, og varð hjóna-
band þeirra mjög farsælt. Bjugg11
þau að Söndum, unz honum voru veittir Útskálar, 26. sept-
1903.
Hann var mikils metinn vestur þar, sem sjá má af ÞV1
meðal annars, að honum voru falin vandasöm trúnaðai-
störf. T. d. var hann í sýslunefnd Vestur-lsafjarðarsýslu
1888—1903 og amtsráðsmaður í Vesturamtinu fyrir Vest-
ur-lsafjarðarsýslu 1897—1903. Eftir burtför sína að vest-