Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 54

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 54
200 KIRKJURITIÐ hafa lagt til, fremur en starfsemi stofnananna út af fyrii’ sig. Svo sem kunnugt er, hefir það verið ríkjandi tilhneig- ing á seinni öldum að gera mannlífið í heild óháð kirkju- legum venjum og valdi, en því miður einnig óháð trúnni og óháð Guði sjálfum, ef unnt væri. Það má því nærri geta, hvort heimshyggjan, sem vér nefnum svo, hafi ekki náð tökum á leikhúsi, alveg eins og bókmenntum, mynd- list og fræðslumálum. Með þessu á ég ekki fyrst og fremst við andstöðu gegn kirkjunni og kristindóminum, heldur þann hugsunarhátt, að mannkynið geti farið allra sinna ferða án trúarbragðanna. En hvort tveggja er ríkt í mann- legu eðli, listin og trúin. Hvorugt hefir dáið og hvorugt mun deyja, svo lengi sem mannkynið sjálft deyr ekki. Látnir guðfræðiprófessorar. Guðfræðideild Hafnarháskóla hefir misst á þessu sumri tv0 kennara sína, sem báðir höfðu starfað þar lengi og vel. Aage Bentzen andaðist 4. júní eftir 2 daga legu. Hann hafði verið guðfræðikennari í 30 ár og skrifaði mikil og merk rit um Gamlatestamentisfræði, sem munu halda nafni hans leng1 á lofti. Jens Nörregaard lézt 26. júlí. Hann varð sama ár sem Bentzen kennari við deildina og einnig mjög nafnkunnur. Hann vann um hríð að samningu almennrar kristnisögu, sem er talið eitt ágætasta rit í sinni röð. Nörregaard flutti erindi um Ágúst' ínus kirkjuföður við Háskóla íslands, og eignaðist hér ýmsa vinl- Hann var rektor Hafnarháskóla 1942—1948 og hlaut almanna lof dönsku þjóðarinnar fyrir viturlega og örugga stjórn sína a stríðsárunum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.