Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 55

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 55
Helgihaldið á íslandi. Úr bréfi frá kaupstaðarpresti. Hvað á að gera til þess að efla helgidagahaldið á fslandi? Þetta er að verða mjög alvarlegt mál, ekki hvað sízt í stærri bæjunum á landinu. Sunnudagshelgin er að hverfa úr sög- Unni, svo alvarlegt er þetta mál, hjá okkur Islendingum. Ef þið, sem annist velferðarmál kirkju og kristni í Reykjavík, vilduð — og ég efast ekki rnn vilja ykkar — kynna ykkur þetta mál nánar, sæjuð þið margt, sem ykkur óaði við. Hafið þið í alvöru kynnt ykkur, hvað félagar þjóðkirkjunnar hafast að á hvíldardegimnn? Hafið þið athugað, að bæði í — ja, við skulum segja — Reykjavik og nágrenni hennar, eru sunnu- ‘lagamir notaðir til alls konar líkamlegrar vinnu, og sunnu- 'tagarnir eru, auk laugardagskvöldanna, notaðir til kvikmynda- sýninga, drabbs og daðurs? Hafið þið athugað, hvar það fólk heldur sig og aðhefst á sunnudögum, sem ekki sækir kirkju? hetjum svo, að í Reykjavík séu ca. 40 þús. manns, sem ættu að geta sótt kirkju á sunnudögum. Hve mörg % af þessum tugþúsundum sækir kirkjurnar? Eigum við að segja 10%? Hvað gera þá hin 90% ? Ætli talsverðm- hluti þeirra vanhelgi ekki sunnudaginn? Ég leyfi mér að svara því játandi. Þeir eru ekki fáir, sem annaðhvort mæta ekki til vinnu, eða koma ”hmbraðir“ til vinnu á mánudegi. Hér á staðnum er verkalýðsfélag, sem um langt skeið var st]órnað af foringja kommúnistanna hér. Hann spurði mig olltaf, hvort ég ætlaði að messa þann sunnudag, sem hann 'Utlaði að halda fund, sem oft var haldinn kl. 2 e. h. Ef ég *tlaði að messa á staðnum, flutti hann fundartímann ýmist td annars sunnudags eða þá þar til seint um kvöldið. Þetta er kornmúnisti. Og þótt hann sé ekki í þjóðkirkjunni, gengur hann þó ekki á messuhelgina. Getum við nú ekki kennt þjóð- mrkjumönnunum að virða helgi sunnudagsins svo, að hún sé

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.