Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 56

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 56
202 KIRKJURITIÐ a. m. k. ekki minni en kommúnistaforingjans? Ég hefi átt tal um þetta mál við marga hér, og allir hafa tekið því mjög vel. Og hér fara sjómenn yfirleitt aldrei í róður fyrr en eftii messutima. Það er þó spor í áttina. — Að lokum þetta: Hvers virði er helgihald hvíldardagsins? Þessu svarar kaþólska kirkj- an og sértrúarflokkarnir: Halda skaltu hvíldardaginn heilag■ an. Og þar er því fylgt eftir. En við svörum líka, lúterskir þjóðkirkjumenn: Halda skaltu hvildardaginn . . ., en það er næstum eins og eitthvað vanti á að boðorðið sé heilt hjá okkur — nema þá hjá prestunum og fáeinum % safnaðanna. Mig dreymdi sól, eftir Robert Burns. Mig dreymdi sól og brekku blóma, blóm út sprungu daginn þann, heyrði fagra fugla hljóma, fram hjá kristalstraumur rann. Himinn sortnar, hleypti brúnum, hvirfilbylur sveigði trén. Eikur streitast örmum lúnum, undir svellur gruggað fen. Morgunsár mér lék í lyndi, leið mín bernska fjarri sorg, þó löngu fyrir hádag hryndi hús mín öll sem spilaborg. Þó hverfult lán mig hafi svikið, heitið fögru, efnt það skammt, og björtum vonum burtu vikið, ég ber mig karlmannlega samt. SigurSur Norland þýddi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.