Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 60

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 60
206 KIRKJURITIÐ ási. Lýsti hann einstæðingsskap og ýmsum raunum verksmiðju- fólks og benti á hlutverkið, sem kirkjunni bæri að vinna fyrir það. Vegur hennar ætti að vera hinn sami sem Jesús Kristur gekk, vegur þjónustunnar. Þetta fólk tortryggði margt kirkj- una og störf hennar, en treysti Kristi. „Hann ætti ekki að vera á himnum, heldur hjá okkur,“ hafði ungur maður sagt. Tor- tryggni og kala þyrfti að eyða, og hefði gefizt vel til þess, að þjónar kirkjunnar byðu verksmiðjufólki heim til sín á samtals- fundi. Síðara erindið flutti danskur prestur, A. M. Jörgensen fra Jótlandi. Hann var auðsjáanlega nákunnugur verkamönnum. Hann kvað það misskilning, að þeir hötuðu vélar og verksmiðj- ur. Þeir bæru þvert á móti margir þrá í brjósti eftir þeim, og kæmi það t. d. oft í ljós, er þeir lægju sjúkir. Þeir vildu veita boðskap kristindómsins viðtöku, en helzt vera lausir við prest- ana. Að lokum sagði presturinn: „Kirkjan hefir á síðustu árum boðað krossinn án Krists. Því hefir boðskapur hennar orðið áhrifalítill eða áhrifalaus. Svo búið má ekki standa. Við verð- um að boða Krist sjálfan. Hann verður að vera í raun og veru í verki með okkur.“ Síðustu erindin voru um norræna samvinnu, og flutti Ás- mundur Guðmundsson annað þeirra. í lok erindis síns kvað hann röðina komna að fundarhaldi á íslandi og Næsti bauð í nafni stjórnar Prestafélags íslands prest- prestafundur unum, ef þeir vildu, að hafa næsta fund 1 Norðurlanda. Reykjavík að þrem árum liðnum, sumarið 1956. Myndu þá verða kirkjuleg hátíðahöld í Skál- holti í minningu þess, að þá hefðu íslendingar eignazt fyrsta íslenzka biskupinn og fast biskupssetur fyrir 9 öldum. Urðu nokkrar umræður um þetta mál og allar á einn veg. Var sam- þykkt í einu hljóði að halda 10. prestafunndinn á Islandi 1956, og virtust menn hyggja gott til fararinnar. Skildust ýmsir með kveðjuorðunum: Hittumst heilir á íslandi. Þá sleit Ysander biskup fundi með nokkrum orðum. Kvað hann vel hafa tekizt og sagði meðal annars: „Því færri sam- þykktir, sem gerðar eru, því betra.“ Að lokum mælti hann nokkrum þakkarorðum og kveðjuorðum til fundarmanna, en fulltrúar þökkuðu, hver fyrir sína þjóð, og árnuðu Hinu al- menna prestafélagi Svía, kirkju og þjóð allrar blessunar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.