Kirkjuritið - 01.09.1953, Síða 62
Samtíningur
utan lands og innan.
Væri ekki þörf á því, að kirkjustjórnin léti safna saman og
gefa út í sérstakri bók eða bæklingi þau lög varðandi kirkju
og kristnihald í landinu, sem nú eru í gildi og einhverja
praktiska þýðingu hafa? Allt er þetta að vísu einhvers staðar
til á prenti, en í mesta máta óaðgengilegt fyrir allan almenning
að minnsta kosti.
★
í lagasafni eru alls 73 lög um kirkjumál. Margt af þessu —
ég vil segja flest — er nú orðið úrelt og úr gildi fallið. Hins
vegar er löggjöf síðari ára um þessi efni, eins og önnur, að
finna á víð og dreif í stjórnartíðindum. Þessu þyrfti að safna
saman og gefa það út í ódýru og aðgengilegu formi.
★
Fordæmi að þessu er að finna í bók, sem fræðslumálastjórnin
gaf út fyrir nokkrum árum og innihélt lög og reglur, sem nú
eru í gildi um menntamál á íslandi — mikinn bálk. Ef til vill
er þetta ekki kleift kostnaðar vegna. Kirkjan hefir ekki ráð á
fé í þessu skyni, og búast má við, að torsótt verði fé úr ríkis-
sjóði til þessara hluta, enda ekki nema gott um það að segja>
ef af ráðdeild er haldið á opinberu fé.
★
En hvemig er það? Getur ekki Kirkjuritið tekið þetta að sér,
ef það teldi þetta ómaksins vert? Þá mætti prenta eins og eina
örk af kirkjulögum í hverju hefti — geyma „satsinn" og gefa
svo út sérprentun á eftir. Þessu er hér með beint til ritstjórans
til velviljaðrar athugunar.
★