Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 77

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 77
INNLENDAR FRÉTTIR 223 Prestakalli í aldarfjórðung, og voru þeim hjónum þökkuð störf þeirra. ^rú Helga Skúladóttir, ekkja séra Péturs Jónssonar á Kálfafellsstað, andaðist hér í bænum 17. júlí, 87 ára að aldri. Skálholtshátíð var haldin að venju síðustu ára sunnudaginn næstan Þorláks- messu á sumri (20. júlí). Hófst hátíðin með guðsþjónustu, dr. Friðrik Friðriksson prédikaði, en dr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup þjónaði fyrir altari. .Aðalræðu á útisamkomu flutti dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður. Norræna bindindisþingið, hið 19. í röðinni, var háð í Reykjavík með miklum myndar- brag og veglegum hátíðahöldum 31. júlí til 6. ágúst. Mun verða nánar sagt frá því í jólahefti. Séra Finn Hasselager, ungur prestur frá Kaupmannahöfn, og frú hans hafa ferðazt í sumar hér um landið til þess að kynnast því og þjóðinni. Er uiikil ánægja að komu slíkra gesta sem þeirra. Aðalfundur Prestafélags Austurlands var haldinn á Vopnafirði mánudaginn 27. júlí 1953. Flestir fundarmanna voru viðstaddir kirkjuhátíð á Vopnafirði daginn áður. 1- Aðalumræðuefni fundarins var altarissakramentið. Tóku allir fundarmenn til máls. Var það sameiginlegt áhugamál þeirra allra, að altarisgöngur yrðu almennari, söfnuðum til blessunar. 2 Þegar safnaðarfulltrúar voru viðstaddir á fundinum, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum svohljóðandi ályktun: „Fundur presta og safnaðarfulltrúa úr Norður- og Suður- Múlaprófastsdæmum lýsir því yfir, að hann telur brýna nauð- syn umbóta um kirkjubyggingar við sumar kirkjur prófasts- dæmanna og tekur Valþjófsstaðarkirkju þar til dæmis, sem nú er ómessufær. Lýsir hann ánægju sinni yfir frumvarpi því, sem lá fyrir Alþingi um Kirkjubyggingarsjóð, og telur það bæta úr brýnni þörf, ef samþykkt verður". 3. Ennfremur var samþykkt eftirfarandi tillaga í einu hljóði:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.