Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 30

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 30
Séra Jónmundur Halldórsson. Fteddur 4. júlí 1874. — Dáinn 9. júlí 1954. Föstudaginn 9. júlí s.l. lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík eftir skamma legu þar séra Jónmundur Halldórsson frá Stað í Grunnavík og var jarð- settur að Stað laugardaginn 17. sama mánaðar við hlið konu sinnar. Fylgdi honum til grafar óvenju mikill mannfjöldi, er safnaðist þar saman við gröf hans frá Djúpi og Ströndum, fyrrverandi sóknarbörn hans, samstarfsmenn og vinir. Með honum er hniginn í val- inn svipmikill héraðshöfðingi og andríkur kennimaður, sem öll- um verður mjög minnisstæður, er einhver kynni höfðu af hon- Sr. Jónmundur HaTldórsson. urrl) mikill maður á Velli Og mikill í reynd, svo að fár eða enginn var hans líki á landi hér um hans daga. Hann verður því ekki mældur á venjulegan mælikvarða, slíkt ofurmenni var hann og batt ekki bagga sína sömu hnút- um og samferðamenn stundum. Séra Jónmundur var fæddur 4. júlí 1874 á Viggbelgs- stöðum í Innri-Akraneshreppi. Voru foreldrar hans Hall- dór Jónsson, sem síðar varð múrari í Reykjavík, og kona hans, Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1896, en cand. theol. frá Prestaskólanum árið 1900. Heim-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.