Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 15
Nýjar Kvöldvökur
• Janúar—desember 1948 •
XLI. ár
Úr minningum Einars J. Breiðfjörðs
Upham, N—Dak., U. S. A.
1. Smalamennska.
Ég er fæddur 2. ágúst 1864 að Sælings-
dal í Hvammssveit í Dalasýslu. Faðir minn
var Jón Jónsson Björnssonar Jónssonar í
Hvítahlíð, en móðir mín var Þuríður
Grímsdóttir Guðmundssonar í Hvamms-
dal Jónssonar. Fæðingarheimili mitt er
fremsti bær í dalnum og skerast tveir minni
dalir fram af honum,- Lamlíadalur til
vesturs, óbyggður og fremur þröngur og
hrjóstrugur, en hinn er sannnefndur bæn-
um og skerst fyrst í norður og síðan í norð-
vestur. í honum miðjum liggur þjóðvegur-
inn norður yfir fjall til Saurbæjar og heitir
Sælingsdalsheiði. Fvrir miðjum dalbotnin-
um í brún fjallsins stendur fell, er Skeggöxl
heitir, en á austurbrún dalbotnsins er annað
strítulagað fell, sem heitir Hrossaborg.
Niðri á flatanum í dalbotninum stendur
sérstakur hár hóll, er líka heitir Hrossaborg.
Ausian og vestan á honum eru belti af stand-
bergi, en að norðan og sunnan eru ranar,
sem hægt er að ganga upp og ofan; kollur-
inn er lítill um sig og þakinn mosaflám.
Fram í dalbotninn er röskur klukkutíma
gangur heiman frá bænum, og á því svæði
var kvíám aðallega haldið til beitar á sumr-
um. Þar varð að sitja yfir þeim framan af
sumri, svo að þær týndust ekki innan um
fjallafé, sem gekk þar sjálfala og frjálst um
hagana. Voru vanalega börn og unglingar
látnir gæta ánna langt frá bæjum og áttu
oft ömurlega og hráslagalega daga við það
starf, þegar tíðarfar var misjafnt. Urðu
smalar að vera stundvísir og eftirtektarsam-
ir á eyktamörk dags, en þau voru rniðuð \ ið
sólarátt fjallahringsins í kring; þegar ekki
sást til sólar, var ekkí eftir öðru að fara en
því, hvernig ærnar höguðu sér, hvenær þær
lögðust o. s. l'rv. Vanalega gerðu þær það
þrisvar eða fjórum sinnum á dag. Fyrsta
legan var nokkuð óákveðin og fór eftir því,
live snemma komið var í hagann að morgn-
inum; hinar legurnarvoru;hádegisleganum
kl. 12, nónslegan um kl. 3—4 og sú síðasta
um kl. 6, en að henni lokinni var kominn
tími til mjalta. Þegar kuldar voru og rign-
ingar, var erfitt að fara eftir þessu, því að
þá voru ærnar óspakar og rásgjarnari en ella
og lögðust síður. Þó var alveg furðanlegt,
hvað hægt var að átta sig á fyrirbrigðum
náttúrunnar, með því að taka eftir öllu,
sem fyrir augu og eyru bar. — Þegar ég var
á áttunda og bróðir minn á sjöunda ári,
vorum við fyrst látnir sitja ærnar. þótt
hvorki værum við háir í lofti né kjarklegir,
en svo varð að vera, því að öðrum var ekki
á að skipa. Fyrstu þrjá dagana fór með mér
sambýlismaður föður míns, er Jóhann hét,
og átti hann að leiðbeina mér og svna mér,
hvers var að gæta við smalamennskuna,
hvernig eyktamörkin lægju, þegar til sólar
sæist, og brýna fyrir mér ýmis smáatriði, sem
eftir væri að fara í misjöfnu veðráttufari.
Næstu þrjá dagana fór svo Jóhann með
bróður mínum í sömu erindagerðum. Upp