Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 32
99 DYVEIÍE N. Kv. verður, því fyrr höndlar þú haniingjuna.“ Hans Faaborg sþrengdi hestinn á leið- inni til Kaupmannahafnar. Hann ruddist inn til Torben Oxe og rétti honum kon- ungsbréfið. „Legöu það þarna,“ sagði herra Torben og benti á borðið. ,,í næsta sinn skaltu gera boð á undan þér, kvikindið þitt, og ekki ryðjast svona inn til aðalsmanna.' „Þér skuluð ekki vaða upp á mig, herra Torben," svaraði ritarinn og reigði sig. „Verið getur, að eg sé meiri maður en þér teljið mig vera. Hans náð skipaði svo fyrir, að þér skylduð lesa bréfið samstundis og breyta eftir því, en Jiér eigið um það við sjálfan yður, hvort þér óhlýðnist svo skýru boði." Hallarstjórinn nöldraði og hreytti úr sér, en tók bréfið, braut það upp og las það. Svo starði hann á ritarann. „Veiztu, hvað í bréfinu stendur, Hans Faaborg?“ „Víst veit eg það,‘ ‘svaraði Hans Faaborg með virðulcika. „Því betra fyrir þig,“ mælti Torben Oxe og hló hrossahlátur. Síðan gekk hann til dyra og kallaði á varðmennina. „Takið þennan náunga og stingið honum inn í turninn,“ mælti hann. „Varið yður á því, sem þér ætlið að gera,“ mælti ritarinn og bandaði hendi til viðvör- unar. „Eg geri aðeins það, sem hans náð heft.tr skipað,“ svaraði hallarstjórinn. „Takið hann, piltar.“ Varðmennirnir tóku hann, hvað sem hann æpti og mótmadti. „Buðið ögn við,“ mælti Torben Oxe. „Þér sofnast ef til vill betur ;í turninum i nótt, ef þti færð að heyra orð hans náðar. Hann skrifar á þessa leið: Láttu stinga bréfber- anum inn í turninn. Svo fljótt sem því verð- ur við komið, skaltu lát hann gera skila- grein fyrir reikningsfærslu sinni, og sé ekki allt í röð og reglu, skaltu tafarlaust relsa honum eftir Iögum.“ Hann rak upp annan hlátur og hélt kon- ungsbréfinu upp að andlitinu á ritaranum. Hans Faaborg las það sjálfur og sá, að hann var glötuninni seldur. Daginn eftir voru bækur hans rannsakað- ar, og kom þá á daginn, að hann liafði dregið sér mikla upphæð. Daginn þar á eftir var hann dæmdur og á þriðja degi hengdur á gálga úti fyrir Vesturhliði. Lík hans var. látið hanga og verða hröfnunum að bráð. Þegar konungur kom, lét hann ekki svo 'lítið að spyrja eftir Hans Faaborg. En þeg- ar Dyveke irétti um aftöku hans, fór hún að hágráta. „Blóð hans bitnar á mér,“ andvarpaði hún. „Þú ert krakkaflón,“ sagði Sigbrit Wil- lums. „Hans Faaborg var fantur, sem rétt var að hengja; hann lagði snörur á alla vegu, og vel fór, að hann skyldi flækja sig í eigin neti sínu.“ „Samt var það mér að kenna," svaraði Dyveke. „Æ — að eg hefði vitað um þetta og beðið hans náð vægðar.“ „Hefðirðu gert það, mundu ef til vill fleiri hafa fengið að sprikla en ritararæfill- inn,“ mælti Sigbrit. 30. kap. Verndargripurinn. Herbergisþjónn drottningar var kominn aftur. Seint að kvöldi hafði hann komið að Vesturhliði, og vörðurinn hleypti honum ekki inn fyrr en að stundu liðinni; svo ókunnuglega kom hann fyrir, rifinn, tættur og blóðugur í andliti. Ræningjar höfðu ráð- izt á hann mílu vegar utan við borgina; þeir höfðu svipt hann sverðinu, hestinum og öll- urn peningum, sem hann var með. Svona sagðist honum frá, og engin ástæða var til að efast um orð hans, eins og hann var til reika. Loksins þekkti þó einn af varðmönn- unum hann og hleypti honum inn. Stundu síðar sat hann í herbergi Rólandínu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.