Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 32
99
DYVEIÍE
N. Kv.
verður, því fyrr höndlar þú haniingjuna.“
Hans Faaborg sþrengdi hestinn á leið-
inni til Kaupmannahafnar. Hann ruddist
inn til Torben Oxe og rétti honum kon-
ungsbréfið.
„Legöu það þarna,“ sagði herra Torben
og benti á borðið. ,,í næsta sinn skaltu gera
boð á undan þér, kvikindið þitt, og ekki
ryðjast svona inn til aðalsmanna.'
„Þér skuluð ekki vaða upp á mig, herra
Torben," svaraði ritarinn og reigði sig.
„Verið getur, að eg sé meiri maður en þér
teljið mig vera. Hans náð skipaði svo fyrir,
að þér skylduð lesa bréfið samstundis og
breyta eftir því, en Jiér eigið um það við
sjálfan yður, hvort þér óhlýðnist svo skýru
boði."
Hallarstjórinn nöldraði og hreytti úr sér,
en tók bréfið, braut það upp og las það. Svo
starði hann á ritarann.
„Veiztu, hvað í bréfinu stendur, Hans
Faaborg?“
„Víst veit eg það,‘ ‘svaraði Hans Faaborg
með virðulcika.
„Því betra fyrir þig,“ mælti Torben Oxe
og hló hrossahlátur. Síðan gekk hann til
dyra og kallaði á varðmennina.
„Takið þennan náunga og stingið honum
inn í turninn,“ mælti hann.
„Varið yður á því, sem þér ætlið að gera,“
mælti ritarinn og bandaði hendi til viðvör-
unar.
„Eg geri aðeins það, sem hans náð heft.tr
skipað,“ svaraði hallarstjórinn. „Takið
hann, piltar.“
Varðmennirnir tóku hann, hvað sem
hann æpti og mótmadti.
„Buðið ögn við,“ mælti Torben Oxe. „Þér
sofnast ef til vill betur ;í turninum i nótt,
ef þti færð að heyra orð hans náðar. Hann
skrifar á þessa leið: Láttu stinga bréfber-
anum inn í turninn. Svo fljótt sem því verð-
ur við komið, skaltu lát hann gera skila-
grein fyrir reikningsfærslu sinni, og sé ekki
allt í röð og reglu, skaltu tafarlaust relsa
honum eftir Iögum.“
Hann rak upp annan hlátur og hélt kon-
ungsbréfinu upp að andlitinu á ritaranum.
Hans Faaborg las það sjálfur og sá, að hann
var glötuninni seldur.
Daginn eftir voru bækur hans rannsakað-
ar, og kom þá á daginn, að hann liafði
dregið sér mikla upphæð. Daginn þar á eftir
var hann dæmdur og á þriðja degi hengdur
á gálga úti fyrir Vesturhliði. Lík hans var.
látið hanga og verða hröfnunum að bráð.
Þegar konungur kom, lét hann ekki svo
'lítið að spyrja eftir Hans Faaborg. En þeg-
ar Dyveke irétti um aftöku hans, fór hún
að hágráta.
„Blóð hans bitnar á mér,“ andvarpaði
hún.
„Þú ert krakkaflón,“ sagði Sigbrit Wil-
lums. „Hans Faaborg var fantur, sem rétt
var að hengja; hann lagði snörur á alla vegu,
og vel fór, að hann skyldi flækja sig í eigin
neti sínu.“
„Samt var það mér að kenna," svaraði
Dyveke. „Æ — að eg hefði vitað um þetta
og beðið hans náð vægðar.“
„Hefðirðu gert það, mundu ef til vill
fleiri hafa fengið að sprikla en ritararæfill-
inn,“ mælti Sigbrit.
30. kap. Verndargripurinn.
Herbergisþjónn drottningar var kominn
aftur. Seint að kvöldi hafði hann komið að
Vesturhliði, og vörðurinn hleypti honum
ekki inn fyrr en að stundu liðinni; svo
ókunnuglega kom hann fyrir, rifinn, tættur
og blóðugur í andliti. Ræningjar höfðu ráð-
izt á hann mílu vegar utan við borgina; þeir
höfðu svipt hann sverðinu, hestinum og öll-
urn peningum, sem hann var með. Svona
sagðist honum frá, og engin ástæða var til
að efast um orð hans, eins og hann var til
reika. Loksins þekkti þó einn af varðmönn-
unum hann og hleypti honum inn. Stundu
síðar sat hann í herbergi Rólandínu og