Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 35
N. Kv.
DYVEKK
25
alsmönnuin sínum og' lét þá hafa göð lén að
veði. Hann tók og að láni lágar og háar uþp-
hæðir hjá kaupmönnum í Kauptnannahöfn
°g Málmhaugum. Hann lagði tekjuskatt á
alla þegna sína, tíu af hundraði, og að ráði
Sigbritar var þessi skattur talinn sjálfvilj-
ugur, nema að því er bændurna snerti: þeir
voru svo rúnir að efnum, að þeir greiddu
ekki nema tii neyddir.
Lénsmennirnir heimtu skattinn harðri
hendi, og þó enginn eins óvægilega og Hans
i older í Álaborg. Mörg ákæran barst það-
an» en Sigbrit þagði við þeim öllum.
»»Þær verða að bíða betri tíma,“ sagði
hún; „ekki du gir að refsa þeim, sem afla rík-
issjóði fjár.
I Noregi var sömu sögu að segja. Jörgen
Hansen í Björgvin heimti inn skattinn með
úarðneskju og lét sér á litlu standa, þótt
bændurnir gengju af nokkrum skattheimtu-
naönnum hans dauðum. Eiríkur Walken-
dorf varð að greiða þúsund dtikata, þótt
Lann bæri sig hörmulega. Þýzku kaupmenn-
lrnh' urðu að greiða skatt, þrátt fyrir samn-
lnga og sérréttindi, og Eyrarsunds-tollurinn
var hækkaður, svo að bæði Hollendingar og
Hansastaðir mótmæltu.
Meðan Sigbrit rakaði fé í ríkissjóðinn,
sendi konunour trúnaðarmenn sína út uin
. O
°d lönd til að smala saman duglegu rnála-
hði. Hann sendi til Frakklands og fékk það-
an stórskotalið og höfuðsmenn, sem kunnu
að vinna virki og borgir. Frá Skotlandi fékk
hann fullt þúsund útlægra aðalsmanna, sem
voru réttdræpir vegna hluttöku þeirra í
oeirðum heima fyrir; en langflesta kesju-
hðana fékk hann frá Þýzkalandi, enda var
hörgull á þeim þar. Hann réð til sín dug-
'ega höfuðsmenn og nalnfræga, svo sem
Llaus Hermelink, Steffen Webersted. Sím-
on junkara, Berend von Mehlen 02; marea
Ileiri. Kom hver þeirra með flokk vel bú-
mna og æfðra hermanna.
Auðvitað urðu líka aðalsmenn hans náð-
ai að búast ásamt sveinum þeirra. Á flotan-
urn voru settir sjómenn, sem boðið var út á
ströndum Danmerkur 02 Nore^s. En al-
menningi var ekki boðið út, því að konung-
ur \ ikli eingöngu hafa æfða liðsmenn í her-
förinni. í stað þess varð hver bóndi, sem
átti bújörð, að greiða eitt gyllini, og var
kvartað sáran ylir þeini skatti.
Svo barði Sigbrit Willums í reiði sinni
stafnum í gólfið.
„Ef fantarnir í Búrgund fengjust til að
greiða — —----Yðar náð gefur kaupstöðun-
um með annarri hendi og tekur með hinni.
Þér berið sannarlega umhyggju fyrir vel-
ferð bændagarmanna, en kornið þeim aftur
um leið á vonarvöl með herskatti. — Svei
þessum keisarabjálfa og húsgangs-hirðinni
hans!“
„Það er rétt hjá yður,“ svaraði konungur;
,,en eg veit ekki, hvað gera skal, og þér ekki
heldur. Ekki get eg farið með ófrið á hend-
ur keisaranum."
Sigbrit horfði á hann um stund.
„Eg veií, hvað gera skal,“ mælti hún svo.
„Hafið þér vitað það lerigi og ekki sagt
mér það?“ mælti konungur og hló; „undir
hverjum er þá vdlferð ríkisins komin, ef
ekki yður?“
„Eg hef vitað það lengi," svaraði Sigbrit,
„og yðar náð sömuleiðis. F.f þér viljið hlusta
á mig með stillingu og ekki stökkva upp á
nef yðar, þá skal eg leysa frá skjóðunni."
„Segið það þá,“ mælti konungur jrreytu-
lega, „en verið ekki lengi að kvelja mig á
því. Dyveke bíður mín, og eg hef ekki séð
hana í þrjá daga.“
„Það er einmitt Dyveke,“ sagði Sigbrit
reiðulega. „Nú hefur þessi ást ykkar logað
í tíu ár, og mér finnst tími til kominn, að
hún kólni eilítið.“
„Hvað segið þér?“ mælti konungur.
„Yðar náð lieyrði það skýrt,“ svaraði Sig-
brit, „og þér vitið vel, að ástæðan til þess
að Búrgundar halda í heimanmundinn er
engin önnur en það ræktarleysi, sem þér
sýnið drottningunni. Þegar gengið er eftir,
4