Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 55
' N. Kv.
ÖLDUKAST
45
honum líður nú vel, því hann var svo góður
maður. En, góða Margrét, það var svo alltof
rnikíll aldursmunur á okkur, og það getur
®tíð orðið hættulegt, en þú minnist nú ekk-
ei't á það við Lorentze! Veslings Margxét,
einnig þú stendur nú ein uppi í veröldinni!
Já, satt er það, það geta ekki allir baðað í
rósum. Þú tilkynnir nú Lorentze dauðsfallið
]neð svo væo'um og vel völdum orðum sem
þer frekast er unnt. Vertu viss um, að eg
hef grátið mikið! Utanáskrift til mín sendi
eg ykkur seinna. Eg bið kærlega að heilsa
Lorentze.
Ykkar liarrni lostin
Fanny Gran.“
Það var í fyrstu sem Margrét eigi gæti
attað sig á því, er lnin las. Augun fylltust
tarum, og hún \ issi ekki, hvernig hún ætti
því að fara að tilkynna Lorentze harma-
hegnina. Hún sat lengi lireyfingarlaus í
hjúpum hugsunum.
Allt í einu settist Lorentze upp. „Hvað
er um að vera? Mig dreymdi — ertu að gráta,
Margrét?“ Hún stóð upp og sá nú bréfið,
sem hún þegar tók, og las undirskriftina.
Hún þurfti eigi að lesa nieira; hún vissi
allt.
„Hann er dáinn!" hrópaði hún og fórn-
aði höndum, ot>' svo fór hún að ganga fram
°g aftur urn góllið í mikili geðshræringu.
>,Hann var hamingjusamur að fá að deyja,
Ur því sem komið var! Já, þetta fór
Ye!, Margrét, eins og nú var komið lífinu
hans, gat eigi farið betur!“ Hún hafði ákaf-
an hjartslátt og hélt tiöndunum á brjóstinu.
„0, það var svo þungbært og kveljandi að
:Sjá hann stíga þetta ógæfuspor, því hjóna-
handið er ekkert leikfang. Festu þér þetta á
triinni, Margrét, þér til varúðar í framtíð-
mni! Eg var þegar farin að sjá, að illa nnindi
fara, en það var eins og væri liann alveg dá-
feiddur, blindur. Heldurðu að snoppufríð-
leikinn hennar hafi truflað svona skynsemi
hans og gætni, eða hvað gat leitt hann, tælt
hann til að stíga svona auðsætt ógæfuspor?“
Margiæt sat þegjandi. Hverju átti hún
líka að svara? Lorentze lét dæluna ganga;
það var eins og henni hughægðist við að
létta einhverju því af hjarta sér, sem hún
svo lengi hafði bælt inni fyrir. Það var lík-
ast því, er stífla er tekin úr á og henni lofað
að streyma eftir vild. — Þær höfðu aldrei
sín á milli ininnst á giftingu Grans; aðeins
stöku sinnium talað um, livar þau hjón nú
mundu vera; nú færi eflaust bráðum að
koma símskeyti frá honum eða bréf. En þeg-
ar svo símskeytin komu eða bréfin, sem
ævinlega voru svo stuttorð, las Lorentze jjau
með sjállri sér og gerði þá oft ýmist að lirista
höfuðið eða tárast. Svo læsti hún þau niður
í skrifborðið sitt og sagði öðrum, er um líð-
an lians spurði: „Hann segir að sér líði
vel.“
„Eg liefði nú máske getað talað um fyrii
honum og fengið hann til að hætta við að
stíga þetta ógæfuspor,“ liélt Lorentze áfram,
„en hvernig átti eg að taka upp á mig slíka
ábyrgð? Eg gleymi því aldrei, er hann morg-
uninn eftir samkomuna hérna sat við borðið
með mér og átti svo örðugt með að skýra
mér frá trúlofun sinni.“
„Það hefur heldur en ekki óþægilega
dottið ofan yfir þig?“ mælti Margrét.
,,]á, eg missti hnífapörin úr liöndunum
ofan á diskinn og leit á hann; Jrélt hálfgert,
að hann væri að verða brjálaður. Eg hafði
séð liana tvisvar, varla talað við hana orð,
02' svo átti hún að verða konan hans! Eít
O O
elskaði liann meira en allt annað á þessari
jörð, Margrét! “ Lorentze titraði eins og
hrisla og fór að snökta. Við liöfðum alizt
upp saman, móðurlaus, og það var eins og
við bætturn li verju öðru upp móðurmissir-
inn. En hvað hann æfinlega var ástúðlegur
og blíður, viðkvæmur og elskulegur í alla
staði! Aldrei heyrði eg til hans styggðaryrði!
Ekkert nema gæðin! Það var hörmulega
sárt að hann skyldi lenda í klónum á þess-
ari... .“