Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 62
52 OI.DUKASX N. Kv. ]i;iu þann rétta. norska smekk. Og er bróðir hennar brosandi mótmælti lienni með Iiægð, svaraði luin: „Getiirðu þá neitað því, að ■maturinn á Kárlsró var miklum mun lost- ætari? Eðá var máske eigi til þess tekið alls staðar, hvað hann þótti góður og vel tilbú- inn?“ Hér verður maður að neyta léttari fæðu en heima, af því að loftið sjálft er svo nær- andi og hressandi,“ svaraði Gran. „]á, ]rað má nú segja, að loftið hérna sé nærandi, eða Iiitt þó heldur. f>ú sýnir það. Nei, þú ert svo magur orðinn og kinnfiska- soginn, að það slær guium lit á andlitið. En hver veit nema mér takist að ráða nokkra bót á því. Ég ætla sjálf að reyna að matreiða fyrir ]tig eftir mínu höfði og eftir því sem móðir þín kenndi mér, og svo ætla ég að reyna að hafa eitthvað á borðið handa þér, sem nærir og hressir þig betur en loftið hérna, þó heil- næmt sé.“ Annars hélt Lorentze oftast til í garðin- um. Hún varð að viðurkenna, að jarðvegur- inn væri hér frjórri en á Karlsró, og aldrei fékk hún nógsamlega dáðst að því að sjá blómgarðinn sinn sígrænan jafnt vetur sem sumar. Og þegar hún betur athugaði allar kringumstæður, — el hún aðeins fengi að lifa samvistum við þenna elskaða bróðui, já, lifa fyrir hann, eiga hann ein. heilan og óskiptan, eins og hún hefði átt hann, áður en honum vildi jressi hörmulega slysni til, hvers átti hún þá frekar að óska? Fyrir Margréti leið fyrsti veturinn í Men- tone eins og í draurni, Hún var hrifin af hinu óviðjafnanlega fagra blómskrúði, sem hvarvetna mætti auganu, og lnin dró hið 'heilnæma, hressandi loft að sér í djúpum teigum. Hennar mesta unun var að ganga þar upp hæðirnar, þar sem anemónurnar verða svo yndisfagrar í skógunum, og þar sem hin ffngerðu, ofíuviðarblöð taka sig svo einkennilega rit í sólarljósinu. Mesta unun Iiafði hún þó af að reika með fram strönd- inni á hinn dimmbláa Aíiðjarðarhafi. F.kki komust öldurnar, er brotnuðu við klettana heima, í neinn samjöfnuð við hinar risa- vöxnu öldur, sem hér hreyktu faldinum og leituðu svo langt upp á ströndina, að sæ- barða mölin var nálega þurr orðin eftir löðrunginn, er sá næsti kom! Hún sat oft sem í hugfaniginni leiðslu stundum saman á klettunum og hlustaði á drunur hins æð- andi hafs og beindi svo augunum æ lengra og lengra út yfir hinn úfna, hvítfyssandi hafflöt, allt út í sjóndeildarhringinn. Já, að reika í draumkenndri, sælli leiðslu í þessari undursamlegu náttúru, var henni óblandin unun og ánægja. Hún gat eigi ósk- að sér neins, er við þá sælu fengi jafnast. Henni fannst sem væri hún komin inn í nýja véröld, þar sem hún gasti hrundið frá sér öllum hörmum, skyldum og erfiðleik- um. Hér átti hún bara að njóta lífsins, hvíla sig og drekka inn í sálu sína allt hið feg- ursta og bezta, er fyrir augun bæri; anda að sér töfraiim blómskrúðsins, baða sig í sól- skininu og þeim óviðjafnanlega geislaröðli, er hvarvetna ríkti í kring um hana. — Nú var hálft annað ár liðið frá því, er Margrét hafði kvatt föðurland sitt. Hún fór nú úr þessu að vakna við úr draumleiðslu þeirri, er hún allt til þessa hafði lilað í, og luigsa með meiri alvörugefni um kröfur lífsins og alvöru. Upplag hennar var þann- ig, að hún var eins og sköpuð til að hafa eitthvað alvarlegt, nytsamt fyrir stafni. Að sönnu var henni enn einkar kært að vera hjá þessum góðu systkinum, og hún var enn mörgum stundum upp um heiðarnar þar í kring og niður við ströndina fram um alla kletta. En henni var nú þó farið að þykja lífið nokkuð einmanaiegt, eitthvað svæf- andi við það, eitthvað tómlegt. Það eitt út af fyrir sig, að hafa engum föstum störfum að gegna, var lvenni óbærileg tilhugsun. Hún skenkti að sönnu æfinlega kaffið á morgnana, las blöðin á vissum tímum, varði nokkrum stundum til að fullkomna sig í tungumálum og las þar að auki talsvert á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.