Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 71

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 71
N. Kv. BÓKMENNTIR 61 þættina með þýddu sögunum í bindi. Þeir áttu.að vera sérstök bók. Stefán Jónsson hefur gefið út tvær ungl- ingabækur: Vini vorsins og Hjalta. Höf- undur er þegar löngu góðkunnur fyrir unglingasögur sínar, og ekki munu þessar tvær bækur draga úr hróðri hans í þeim efn- um. Enda seldist Hjalti upp á fáeinum dög- um að kalla mátti. Stefán kann þá list, að rekja hugsanaferil barna og unglinga og lifa hfi þeirra í sögum sínum. En jafnframt gríp- ur hann á ýmsum vandamálum unglinga og sambúð þeirra við fullorðna fólkið og um- hverfið allt. Af þessum tveimur sögum er Hjalti efnismeiri og viðburðaríkari saga, enda ein bezta saga höf. En margt er einnig athyglisvert í Vinum vorsins, t. d. frásögnin um skólavist söguhetjunnar Skúla Bjart- mars. Má rnargt af henni læra. Tvær ferðabækur hefur Isafold gefið út: A langferdaleiðum eftir Guðmund Daniels- son og Af stað burt i fjarlœgð eftir Thorolf Smith. I bók sinni segir Guðmundur frá ferð til Ameríku, og ferðalögum þar fram og aftur um Bandaríkin og til Kanada. Er bókin með hans föstu höfundareinkennunr. Fjör- mikil frásögn, þróttugur og lifandi stíll. Verða þannig atburðir og æfintýri ferðar- innar ljóslifandi fyrir lesandanum, og er engin hætta á að honum leiðist lesturinn. Bók Thorolf Smiths er með allmiklum öðr- um hætti. Hún er ekki samfelld íerðasaga, heldur sundurlausir þættir, ofnir utan um minningar höf. frá ferðalögum til suðrænna landa, en Th. S. mun vera meðal hinna víð- förlustu íslendinga núlifandi. Eru íerða- þætir hans hvort tveggja í senn skemmtileg- it og fróðlegir. Flutti höf. marga þeirra í útvarpið fyrir alllöngu síðan og nutu þeir þá almennra vinsæla og mun svo enn vera, er þeir birtast á prenti. Þessar tvær reisubækur sýna, að ísler.d- ingar kunna enn að segja ferðasögur, er þeir koma heim frá framandi löndum, svo sem þeir hafa gert allt: frá fornöld. Og þótt fleiri kanni nú ókunna stigu en áður var, munu þeir alltaf verða margir, sem ánægju hafa af að fylgjast með frásögn ferðalanganna, og eiga þá höfundar þessir báðir þakkir skildar fyrir sögur sínar. Steingrimur Arason, hinn góðkunni kenn- ari og uppeldisfræðingur, hefur á þessu ári sent frá sér tvær bækur: Mannbœtur og Landnám i nýjum heirni. Mannbætur fjalla um uppeldismál. Ekki er það þó uppeldis- fræði í orðsins eiginlega skilningi, heldur miklu fremur umræður um fjölmarga þætti uppeldismálanna, um markmið uppeldisins og leiðirnar að markinu. Ahugi höfundar og mannúð, er hinn rauði þráður bókar- innar, sem gerir hana einkar lrugnæma af- lestrar, þótt lesandinn kunni að vera höf. ósammála um einstök atriði. Það hverfur fyrir þeirri tilfinningu að lesandinn finnur, að hér er höfundur, sem ekki skrifar til að sýnast, lieldur af brennandi áhuga á að kippa því í lag, sem miður fer. Og höf. lref- ur reynslu langrar æfi og mikla þekkingu til brunns að bera í þeim efnum. 1 upphafi bókarinnar segir svo: „Dýrasti auður ís- lendinga er ekki í bönkum. Hann er ekki heldur í fiskimiðunum, gullkistunni miklu umhverfis landið. Hann er ekki í frjómold- inni góðu né fossunum miklu með miljónir hestaflanna. Dýrasti auðurinn er ekki einu sinni tungan, gullaldarbókmenntirnar né feðrafrægðin. Dýrasli auður vor er lífskraft- ur þjóðarinnar, (indlegur, likamlegur, sið- ferðilegur.“ Bókin er tillag höfundar til að vernda þenna auð, og ávaxta hann. Þess vegna hef- ur höf. valið henni heitið Mannbætur. Hún á erindi til allra, en einkum þó beirra, sem við kennslu fást og uppeldi. Landnám í nýjum heimi. Skýrir þar frá alþjóðasamtökum og fundum um uppeldis- og menningarmál, aðdraganda og undir- búning að stofnun Unesco „Uppeldis-, vís- inda- og menningarstofnunar Sameinuðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.