Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 73
N. Kv.
BOKMENNTIR
63
ill og margvíslegur íróðleikur er í presta-
er Líffrœði eftir Sigurð H. Pétursson. Er
luin fyrsta bók um það efni, sem gefin er út
á íslenzku, þ. e. a. s. fyrsta yfirlitsritið um
alla líffræðina, þótt áður hafi verið ritaðir
einstaka kaflar. Kennsla í líffræði fBiologi)
hefur farið fram í menntaskólanum um
langan aldur. Hafa verið notaðai danskar
bækur við þá kennslu. En nú hefur Sigurð-
ur Pétursson leyst þær af hólmi með þess-
ari nýju bók sinni. Enginn skyldi ætla sér
þá dul, að dæma til fullnustu um gildi
kennslubókar fyrr en hann hefur reynt
hana og mun eg ekki heldur gera það um
þessa bók, en liitt má segja þegar í stað, að
efnisval bókarinnar og niðurskipan efnis
er gott. Gegnir furðu hve miklu efni er þar
saman þjappað í stuttu máli. Framsetning
er skýr og skorinorð. Þá hefur höi. og unn-
ið þarft verk með íslenzkun margra fræði-
orða. Eru nýnefnin sum ágæt, en önnur lak-
ari eins og gengur, en allt stendur til bóta.
Eg tel bók Sigurðar mikinn feng fyrir ís-
lenzka skóla og vildi ráðleggja öllum kenn-
urum sem náttúrufræði kenna, að fá sér
hana til afnota sem handbók, þar sem mik-
ill skortur er aðgengilegra bóka um nátt-
úrufræði til þeirra nota.
II. FRÁ FORLAGI ÞORST. M. JÓNSSONAR.
Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar. —
Bókaforlag Þorsteins M. Jónssonar h.f.
Akureyri 1948. Rit Sögufélags Siglufjarð-
ar, I.
Þetta er allmikið rit, 248 bls. Er þar fyrst
í inngangi stutt lýsing á Siglufirði og um-
hverfi og nokkur söguleg atriði. Þá er og
sagt frá kirkjum þar. Síðan hefst prestatalið
með Gretti Þorvaldssyni um 1522—1551 og
endar það á Bjarna Þorsteinssyni, 1888—
1935. Er ]tað að meginstofni tekið upp úr
Prestaæfum Sighvats Grímssonar Borgfirð-
ings, í Landsbókasafni, en ýmsu þar við-
aukið eltir öðrum heimildum. Einkum er
tniklu viðbætt urn hina síðustu presta. Mik-
æfuni þessum, einkum mannlýsingar og
ættfræði. En nokkurrar ónákvæmni verður
vart, og einkennilegt misræmi í ættarakn-
ingu til nútíma manna, þar sem t. d. er
getið sumra systkina úr allstórum hópi, en
annarra að engu athugasemdalaust. Þá eru
sums staðar allmeinlegar prentvillur. En
allt um það, þá er rit þetta góður fengur
þeim, sem unna þjóðlegum fræðum. Er
vafalaust rétt af stað farið hjá Sögufélagi
Siglfirðinga að birta þannig einstaka þætti
sögunnar, en leggja ekki fyrst og fremst
kapp á samfellda sögu. Hygg eg héraðssögu-
félög vinni mest gagn með því að koma
þannig á jtrent heimildaritum um sögu
héraðanna og einstökum ritgerðum, sem
annars myndu liggja óprentuð.
Grima. Timarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði,
23. Þorsteinn M. Jónsson. Ak. 19-18.
Þetta 23. hefti Grímu er hið læsilegasta,
svo sem hin fyrri liefti safnsins. Höfuðsaga
þess er Þáttur af séra Oddi á Miklabæ og
Solveigu, sem Jón Jóhannesson á Siglufirði
hefur skrásett. Eru þar dregnar santan í eitt
frásagnir þær allar, sem fyrir ltendi eru um
atburðina á Miklabæ, andlát Solveigar og
reimleika, hvarf séra Odds og að lokum
um upptöku beina Solveigar, og draumum
og dulskynjunum í sambandi við þá athöfn.
Leitast höf. við að svifta sent mest hulu
þjóðsagnanna af atburðum þessum,endraga
fram sannfræði sagnanna. Auk áður prent-
aðra heimilda styðst liöf. einnig við óskráð
munnmæli. Er þáttur þessi vel gerður og
hinn merkasti. Aðrar alllanoar sös>ur eru
Þáttur af Kjartani í Seli í Eskifirði, og
Sagnir af Jóni Halldórssyni frá Syðra-Hva' fi
í Svarfaðardal, athyglisverðar sögur. Einnig
áður óprentuð frásögn um Hjaltastaða-
drauginn fræga, nokkrar þjóðsagnir og sög-
ur af dulskynjunum, allt læsilegt og góður
viðauki þjóðlegum fræðasöfnum.
Gr.ma er ljósast vitni þess, hversu enn má