Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 79
N. Kv.
DANSKAR DRAUGASÖGUR
69
Beinagrindin.
A bæ nokkrum í Haderup-sókn hafa ver-
ið miklir reimleikar, og einkum bar á þeim
í einni stofunni; þorði enginn að dveljast
þar næturlangt. Þá bar svo við, að trésmiður
nokkur var þar í vinnu, og af því að hann
átti að gista þar, var hann spurður, hvort
hann þyrði að sofa í stofu þessari. Hann
kvað svo vera, flutti hefilbekk sinn og önn-
ur áhöld þangað inn og tók á sig náðir.
Draugurinn birtist líka um nóttina, og
smiðurinn sá, að hann var blóðugur á
handleggjunum. — Síðar var gert að reykháf
þar á bænum, og þá fannst beinagrind af
manni, sem grafinn hafði verið undir reyk-
háfnum. Héldu menn, að þetta hefði verið
beinagrind mangara nokkurs frá Holseta-
landi, sem veginn hefði verið þar á bænum.
(H. Petersen.)
Beinagrindin í hlöðunni.
Á bóndabæ á Sjálandsodda voru reim-
leikar miklir fyrir 40 árum. Þar var eitt sinn
folaldshryssa, sem var hýst í lítilli hlöðu,
einmitt þar sem mest bar á reimleikanum.
Menn tóku eftir því, að bæði hryssan og fol-
aldið forðuðust svo mjög eitt horn hlöðunn-
ar, að frágangssök var að koma þeim þang-
að. Þess vegna datt mönnum í hug, að í
horni þessu hlyti eitthvað það að vera fólg-
ið, sem ekki væri með felldu. Var því graf-
ið þar niður í gólfið, og fannst beinagrind
af manni. Beinin voru tínd saman, farið
með þau til kirkjugarðs og grafin þar. Eftir
það varð engra reimleika vart.
(Th. Leth.)
„Togaðu betur i!“
A bæ einum á eynni Als bjó fyrir æði-
löngu kona, sem hét Karen Gordus. Hún
var versta skass og eftir andlátið lá hún eigi
kyrr, heldur gekk mjög aftur. Manni þeint,
er jörðina átti, þótti þetta hið mesta mein
og lét koma henni fyrir; var það gert við
garðshliðið, og eikarstaur rekinn niður á
eftir lienni. — En nú bar svo við, að eigand-
inn lenti í deiJu við einn lniskarlinn, og fór
svo að lokum, að liann rak liann úr vistinni.
Þegar Itann var að fara, skutu hinir liúskarl-
arnir jtví að lionum, að liann gæti gert lnis-
bóndanum vondan grikk með því að rífa
eikarstaurinn upp. Húskarlinum fannst rétt
að hefna sín og fór að ýta við staurnum, en
þá var sagt neðan úr jörðinni: „Togaðu bet-
ur í!“ Hann gerði það og kippti staurnum
upp með snöggu taki. Þegar afturgangan var
laus orðin, gerði hún miklu meira illt af sér
en áður, svo að eigandinn varð að leita
prestsins að nýju til að fyrirkoma lienni.
Gat hann með naumindum rekið liana inn
í ölhituklefann og sökkt ltenni Jrar niður
upp að mitti, en t ið þær aðgerðir varð að
sitja. Síðan var múrað þar yfir hana, svo að
liún sæist ekki, og eftir það bar ekki á
lienni neitt sem liét. — Einn dag voru hús-
bændurnir að lieiman, og þá kom vinnu-
konunum saman um að gera sér glaðan dag.
Fóru þær því að skrípast, og ein þeirra sagði
sem sVo, að nú væri óhætt að láta illa, því að
enginn sæi til þeirra, jafnvel ekki Karen
Gordus. En um leið var sagt með dimmri
röddu: „Já, en þó að eg sjái ekki til ykkar,
þá lieyri eg það samt." Þetta var Karen, sem
lét til sín heyra, en stúlkurnar urðu svo
dauðskelkaðar, að þær gleymdu allri
skemmtun þann daginn.
(Kristen Pedersen.)
„Kipptu upp!“
í Engesvaag i)jó eitt sinn kona. sem köll-
uð var Metha Kovdrup. Hún var svarkur
mikill og kom sér illa við alla. Hún æddi
um bölvandi og ragnandi og gerði allt til
ills, sem hún gat. Menn forðuðust liana því,
en það kom að litlu gagni, því að ef liún gat
ekki annað, þá tróð hún niður kornið á
ökrunum eða meiddi skepnur manna, til
þess að koma illindum af stað. Loksins dó
hún, og urðu því allir fegnir; en þegar verið
var að aka lienni til grafar, sprengdi ltéin