Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 80

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 80
70 DANSKAR DRAUGASÖGUR N. Kv. lokið a£ kistunni. Kom þá mjög á líkfylgd- ina, því áð allir bjuggust við, að hún mundi ganga aftur og þá verða ennþá verri viður- eignar en áður. Lokið var aftur látið á kist- una, og settust tveir menn á það til að halda því niðri. Gekk svo sæmilega að hola kerl- ingunni í jörðina. Fám dögum síðar var hún komin á kreik, og ýmsir vegfarendur sáu hana á nóttunni vera á ferli milli kirkjugarðsins og Engesvangs; en hver sem mætti henni, varð miður sín lengi á eftir. Hún setti allt á annan endann, hvar sem hún lagði leið sína, hurðir hrukku upp á bæjunum, skepnurnar æddu öskrandi inn- an um húsin, og enginn þorði að vera á ferð eftir að skyggja tók. Að lokum þoldu menn ekki mátið lengur, en spurðu prestinn ráða. Hann fór út þrjár nætur í röð til að fást við afturgönguna og kom aftur löðursveittur á morgnana, en fjórða kvöldið gekk hann milli manna og bað þá um hörí'ræ; lét hann þess ekki getið, til hvers hann ætlaði að nota það, en svo búinn gekk hann enn út til þess að iiitta afturgönguna. Morguninn eftir var kominn eikarstaur niður hjá Hesselbrú, sem auðsjáanlega var nýrekinn niður. Þegar ein- hver snerti við honum, heyrðist ævinlega rödd neðan úr jörðinni, sem sagði: „Kipptu upp, kipptu upp — eg upp, en þú niður!“ En enginn áræddi að kippa stauinum upp. (Christian Hördum.) Silfurskeiðin. I Rudköbing voru einu sinni hjón, sem áttu mjög dýrmæta silfurskeið. Hún hvarf og fannst ekki. Þau grunuðu stúlku, sem var í vist hjá þeim, um að hafa stolið skeið- inni, og þó að hún neitaði því, létu þau refsa henni fyrir það. Nokkru síðar misstu hjón þessi einkadóttur sína, og var luin jörðuð. Þá bar svo við eina tunglskinsnótt, að mað- urinn vaknaði og sá greinilega barnið í lík- klæðunum vera að rusla á bak við kistu í stofunni. Hann vakti konu sína og benti henni á barnið, en þá hvarf það þegjandi. Þá fór maðurinn á fætur, ýtti kistunni frá þilinu og fann þar silfurskeiðina, sem barn- ið hafði falið þarna. Þetta gerðist áður en barnið var aftur komið í gröf sína, og um morguninn fannst lík þess á götunni; urðu foreldrarnir að láta jarða það aftur til refs- ingar fyrir hörku þá og miskunnarleysi, sem þau höfðu beitt við stúlkuna. — Aldrei varð barnsins vart framar. (J- M- Gram.) Vofan í Dokkedal. A l)æ nokkrum í Dokkedal í Mov-sókn dó kona, sem birtist daglega á hádegi á ákveðnum stað í einni stofunni; hún var ævinlega dökkklædd. Stofa þessi stóð tóm í langan tíma því að enginn þorði að vera þar inni, þangað til maður nokkur, sem kunni eitthvað fyrir sér, gekk á fund vofunnar og spurði hana, hvers vegna lnin væri þar á ferli. Hún sagði þá, að þegar hún hefði verið ung stúlka, hefði hún fætt barn á laun, fyrirfarið því og grafið það í gólfinu, þar sem hún væri nú á reiki. Eftir beiðni liennar lofaði maðurinn að grafa barnið upp og flytja það til kirkjugarðs, og þá hvarf vofan. Góllið var síðan rifið upp, og fannst þar barnsbeinagrindin, sem grafin var i kirkjugarði. — Konusvipurinn sást aldrei framar. (M. Nielsen.) Bariislíkið í fjósinu. Stúlka nokkur dó á stórbýli nálægt Hor- sens. Hún var vel þokkuð á heimilinu, vin- sæl af mörgum, en óvinsæl af fáum, svo að hún varð öllum harmdauði. En skömmu eftir jarðarlörina fór hún að ganga aftur og valda reimleikum á heimilinu. Einkum var það í fjósinu, að lnin sást standa á breiðri hellu innan við dyrnar, og var hún, að því er virtist, mjög áhyggjufull á svip. Bóndinn og heimafólkið hafði oft talað um að spyrja hana, hvað hún væri að erinda þar, en þegar á átti að lierða, þorði það eng- inn. Loksins tók einn fjósamaðurinn sig til og tók af skarið. Seint unt kvöld fór hann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.