Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 83
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUI
73
lét sér nú auðsjáanlega eigi allt fyrir brjósti
brentía og bar sig hið borginmannlegasta,
en öllum má ofbjóða, og er hann sá risa-
vaxna, hvítflyssandi öldu liefja sig himin-
liátt og æða að skipinu, greip hann nokkur
ótti, þreif í handlegginn á Flink og hróp-
aði:
„Sérðu ölduna þarna risavöxnu, Flink!
Heldurðu ekki, að hún ríði okkur alveg
að fullu?"
„Nei, Villi minn! Það verða einhver ráð
með að víkja sér undan henni, þótt hún láti
nokkuð yfir sér.“ Samt fannst gamla mann-
inum vissara, að þrífa með annarri Irend-
inni utan um drenginn og halda honum
eins og í skrúfstykki, á meðan aldan reið af.
„Annars held eg að þú ættir helzt að Iiafa
þig undir þiljur til mönnnu þinnar, því
hvernig heldurðu að henni yrði við, ef
einliver aldan í æðistryllingi tæki þig með
sér útbyrðis?“
,,Ó, að við værum komnir í örugga höfn,
göði Flink! Að hugsa sér el' hafrótið skyldi
nú lima skipið í sundur ögn lyrir ögn og í
svona fárviðri og sjógangi getur allt komið
fyrir.“
„Við skulum vona til hans sem öllu stýrir
og stjórnar að til þess komi ekki í þetta
skipti drengur minn,“ sagði Flink. „Það
er rétt að sjógangurinn er ægilegur og void-
ugur, en drottinn er ]oó voldugri og allt er
á hans valdi, og undir hans vald verða jafn-
vel höfuðskepnurnar að beygja sig. Eg er
ekkert hræddur, því eg veit á hvern eg trúi,
og traust mitt til hans er óbifanlegt. Auk
þess er Tasmania ágætis skip, sterkbyggð og
vel löguð til fangbragða við ægi. Þú munt
fá að sjá að hún ber sigur úr býtum í þess-
um hildarleik!“
Villi litli hughreystist nokkuð við orð
Flinks, en gat þó eigi varist því, að fara að
hugsa um skipströnd, er liann svo oft og
rækilega hafði lesið um. Allt í einu vék hann
sér að Flink og sagði:
„Hefirðu aldrei lent í skipreika á eyði-
ey, eins og hann Robinson, Flink minn?“
„Jú, eg hefi oft og mörgum sinnurn
strandað og lent í lífsháska, Villi minn, en
uin strand þessa Róbinsons, eða hvað það
nú var, sem þú nefndir hann, hefi eg aldr-
ei neitt heyrt eða um lesið. Það eru því mið-
ur svo margir sem á skipreika lenda að ekki
er tiltökumál þó eg hafi eigi um það heyrt
né lesið.“
„Hefir þú eigi heyrt Róbinson Kruse
nefndan, góði Flink? Um hann hefir verið
skrifuð löng og merkileg bók, sem eg hugði
alla liafa lesið. Eg gæti sagt þér alla æfi-
söguna hans, því eg hefi lesið hana svo oft.
og mörgum sinnum, en nú ætla eg að fara
niður til mömmu, því eg lofaði henni því,
að vera ekki lengi á þiljum í svona aftaka
veðri.“
„Það var alveg rétt af þér að lofa henni
því, og þú átt æfinlega að efna það, sem þú
lofar, litli vinur minn,“ svaraði Elink. „Þú
getur svo seinna sagt mér söguna af þess-
um Róbinson; en lofaðu mér nú að halda í
hendina á þér að káetudyrunum svo að þú
komist heilu og höldnu til mömmu þinnar.“
Vilhjálmur litli var elzti sonur háttstand-
andi skrifstofumanns, Graftons að nafni,
er var í þjónustu stjórnarinnar í Sidnev í
Nýju Suður-Wales. Grafton þessi var nú
þarna um borð með konu sína og 4 börn.
Hann var hygginn maður og gætinn, dug-
legur og séður í öllum fjármálum og því
sérlega vel stæður í efnalegu tilliti. Nú hafði
hann tekið sér heimfararleyfi til föður-
landsins, Englands, um þriggja ára skeið,
en var nú á heimleið til Ástralíu aftur, til
eigna sinna er voru mjög víðáttumiklar og
mikils virði. Hann hafði keypt af stjórninni
víðáttumiklar lendur, sem nú árlega stigu
mjög í verði, og mátti því segja, að hann
væri að verða vellauðugur maður. Hann
rak þar syðra fjár- og nautarækt í stórum
stíl og græddi offjár á því. 1 Englandi hafði
hann nú keypt ósköpin öll af allskonar ný-
tízku jarðyrkjuverkfærum, svo sem: plÖg-
10