Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 101
N. Kv.
FLINK STYRIMAÐUR
91
héðan, þá skyldi hann í ríkum mæli muna
Flink og endurgjalda honum fórnfýsi hans
og drengilega framkomu í þessum nauðum.
Hann beinlínis komst við, er hann hugsaði
um, hvað liann ætti þessu tryggðatrölli
margt og mikið að þakka. Nú lá hann þarna
steinsofandi og var vel að hvíldinni kom-
inn.
Allt í einu komu hundarnir til Graftons
með fleðulátum og gelti. Þeir voru að bjóða
honum oóðan daoinn á sínu máli.
o o
Við geltið og spangólið í hundunum
vaknaði Villi.
„Góðan daginn, Villi minn!“ sagði Graf-
ton. „Klæddu þig nti, en hafðu ekki lrátt,
svo hann Flink eigi vakni. Komdu svo út
til mín.“
Skömmu síðar kom Villi út, alklæddur.
Svo fór liann inn í hitt tjaldið og kallaði á
Júnó, sem þegar klæddist svo hægt og var-
lega, að frúin og börnin vöknuðu ekki við.
Svo læddist hún út til feðganna.
„Eigum við þrjú nú ekki að btia til
morgunverðinn handa okkur öllum, en lofa
þeim að sofa á meðan?“ sagði Grafton.
„Eldsneyti höfum við nóg; þurr kókosblöð
eru mjög eldfim."
„Já, en hvernig eigum við að kveikja eld-
jnn, þar sem við eigi höfum neinar elcl-
spýtur?“
„Við verðum þá að hjálpa okkur á annan
hátt.“
Þau reyndu að kveikja eld með því að
núa tveim spýturn saman nógu ótt og títt,
en það tókst ekki.
„Við höfum púður, og er við vætum það
ofurlítið, og nuddum og berum það á papp-
írsblað, þá er það eins og fínasti tundur-
sveppur. Svo tökum við eldgler og kveikj-
um í. . . .“
„En höfum við þetta eldgler, pabbi>“
spurði Villi.
„Já, við getum skrúfað það af kíki. . . .
En hann verðum við að sækja út í skip, og
hjá því verður ekki komist, el við eigum
að fá te og kaffi."
Villi tjáði sig þegár fúsan til að róa á
annað borðið; þetta gæti orðið nógu gaman.
Hvorugur þeirra feðga gat talizt góður
ræðari, en út í skipið komust þeir. Villi
náði í eða snuðraði uppi te- og kaffidós-
irnar, á meðan faðir hans safnaði saman
ýmsu öðrti dóti, er á kynni að þurfa að
halda. Svo mjólkaði hann geitina í blikk-
könnu og helti svo mjólkinni í flösku. Auð-
vitað var svo kíkirinn tekinn í kænuna, og
Villi safnaði þangað lieilmiklu af íatnaði.
Svo allt í einu mundi liann eftir biblíunni
hennar mömuu sinnar og brá sér niður í
eftir henni.
„Nú er að róa í land og búa til te handa
mömmu og okkur öllum!"
„Já, elsku Villi minn! Þú ert verulega
duglegur og fyrirhyggjusamur eltir aldri
og þroska!"
„Ekki er nú hafandi orð á Jr\í!“ svaraði
Villi, og var dálítið upp með sér, „en það
er svo gaman að geta gert eitthvert gagn,
létt ofurlítið undir með honum Flink, sem
alltaf er önnum kafinn frá morgni til kvölds
og ætlar sér aldrei af!“
Þegar í land kom, var Júnó fyrir í fjör-
unni til að bera það, sem hún gat, upp að
tjaldinu.
Nú voru allir komnir á fætur, nema
Flink, er steinsvaf. Frúin hafði sofið vel
og rótt, og var nú hin brattasta. Eigi varð
þeim feðgum mikið fyrir að kveikja eldinn,
og að lítilli stund liðinni sauð á katlinum.
XII. KAPÍTULI.
Svinið og hákarlarnir.
J únó liafði farið til strandar með vngri
börnin og vaðið með jDau dálítið frarn, til
að lauga þau, því það var svo fyrirhafnar-
lítið. Svo klæddi hún þau og fór með þau
inn til frúarinnar. Síðan hjálpaði hún Villa
til að raða fram diskum og bollapörum tii
12*