Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 107
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
97
drykklangri stundu liðinni gátu hundarnir
svalað þorsta sínum ei'tir vild.
„Þetta líkar þeim!" sagði Flink. „En sú
græðgi! Það var annars lán, að við fundum
þessa uppsprettu, því nú höfum við nóg
af öllu. Eg veit líka, að þessi uppspretta
þornar ei né þrýtur," sagði hann við Villa,
er þeir sneru aftur til náttstaðar síns og
malpokanna. „Eg held að við ættum að
byggja lnis handa okkur hjá lindinni eða
uppsprettunni."
Þegar til náttstaðarins kom, voru malpok-
arnir teknir fram og setzt að snæðingi. Að
honum loknum fóru þeir fram á tangarm
hinum megin við víkina. Flink vonaði, að
þeir mundu finna sund, er mætti skríða í
gegnum inn í víkina, er á þyrfti að halda,
og sú von rættist. Þar var mjótt sund og
dýpi nægilegt, en sá þó í botn.
„Eigum við ekki að fara heim í dag?“
surði Villi.
„Jú, það lield eg sé réttast; hér er ekk-
ert meira að gera." Og nú gátu þeir farið
miklu styttri leið heim; en sjálfsagt var að
hafa lilðisjón af merktu trjánum.
Nú var lagt á stað heim, en vissara þótti
Flink, að hafa byssuna sína með sér; allur
væri varinn góður. Aftur var sjálfsagt að
skilja eftir axirnar og skófluna; aðeins
geyma þær á vissum stað, þar sem ganga
mátti að þeim vísum.
Villi komst skjótt að raun um, að Flink
hafð rétt fyrir sér í því, að nú yrðu þeir
skjótari í förum heim. Daginn áður þurftu
þeir átta stundir til að fara þessa vegalengd;
nú gekk allt miklu greiðlegar. Það var enn
langt til kvölds, en það var dimmt yfir og
jsungbúið veður, svo Flink bjóst við
áhlaupaveðri. Þetta rættist, og það tók að
hvessa svo, að í þotunum, sem hann rak á,
mátti heita óstætt veður.
Nú var tekið rösklega til fótanna, og inn-
an skannns komust þeir heim. Grafton og
negrastúlkan komu fyrst auga á þá álengcl-
ar, og var Júnó ekki sein til að tilkynna
frúnni koinu þeirra. Skömmu síðar var frú-
in með son sinn í faðminum.
Grafton bauð Flink innilega velkominn
heim. „Það skall hurð nærri hælum,“ sagði
hann, því nú er vonzkuveður í aðsigi, sjáan-
Iega.“
„Já, enginn vafi er á því,“ sagði Flink,
„og mig grunar, að við fáum órólega nótt,
en eg vona þó, að við böslum fram úr því,
ef við leggjum okkur fram. Fyrst er að búa
vel um bátinn og setja hann hærra upp, því
það brimar áreiðanlega; en án kænunnar
getum við ekki verið. Við skulum öll fara
að setja hann.“
Þau gengu öll til strandar, þeir feðgai,
Flink og Júnó. Flink hafði með sér hlunna,
og innan skamms var kænan komin í skjól
upp í kjarrið, og henni var óhætt fyrir <311-
um sjávargangi.
Þegar heim var gengið, tóku þeir nteð
sér segldúk og kaðal úr geymslutjaldinu.
Segidúkinn liöfðti þeir ti! að Jaekja með
tjöldin til frekara öryggis og til að verja
leka, og með kaðlinum fjötruðu þeir tjölclin
niður. A meðan Jreir fengust við þetta, gróf
Júnó dýpri skurðinn umhverfis tjöldin, til
að taka við vatni því, er koma mundi úr
skýjunum. Að öllu þessu loknu var setzt að
kvölclverði. A meðan verið var að eta, gekk
sól til viðar, og Jaað stórherti á veðrinu
og brimaði ægilega.
Grafton og fólk hans gekk nú til náða,
en Flink var á fótum; hann ætlaði sér að
hafa eftirlit á öllu, er fram færi, áður en
liann gengi til rekkju. Þrumur og eldingar
þutu um himinhvolfið þvert og endilangt,
og regnið streymdi niður í stríðum straum-
um; en Flink gamli stóð hjá kænunni og
liorfði á hamfarir náttúrunnar — og „Tas-
maníu", er nú að sjálfsögðu mundi liðast
í sundur. Er dagur rvnni, væri hún búin að
vera traust og vandað skip. En það væri nú
ekki það versta, sem fyrir gæti komið.
Þvert á móti, ef aðeins plönkunum úr
13