Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 108

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 108
98 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv. henni og öllu, er í lestinni var, þóknaðist að skola þarna á land. „Ætli tjöldin fái staðist þessar hamfarir stormsins?" hugsaði Flink með sjálfum sér, er stöðugt herti á veðrinu. Eg verð að fara til tjaldanna, ef eg kynni að geta eitthvað að gert eða úr ráðið.“ En er til tjaldaíma kom, var orðið svo dimmt, að eigi sáust handaskil, og hann fékk ekkert að gert. Hann gekk því inn í tjaklið, til að taka af sér gust, settist niður og beið þess, er verða vildi. Leggjast til hvíldar vildi hann ekki; jrað gekk of nrikið á til þess. Annars hafði enginn farið úr föt- unum, er lagst var fyrir, nema Tom og yngstu börnin. Nú ætlaði allt um koll að keyra. Það þaut í öllu, og veðurofsinn ætlaði að rykkja upp tjöldunum, og var þeim þó svikalaust tyllt niður með sterkum kaðli, og regnið þrengdi sér inn í straumum. Loks sleit tjaldið, sem frúin og börnin höfðust við í, upp, ekki af því, að kaðallinn slitnaði, heldur hinu, að tjaldhælarnir létu undan. Tjaldið valt um, en þeir feðgar og Flink voru þá eigi seinir á sér að hlaupa til að ná frúnni og börn- unum út úr, eða réttara sagt út undan tjald- inu, sem nú liafði lagzt sarnan. I myrkrinu tókst þeim að ná frúnni og börnunum yfir í hitt tjaldið. Flink náði í Tom, sem grenj- aði. afskaplega og skalf eins og hrísla. Villi náði í Albert litla og bar hann inn í tjaldið. Grafton hjálpaði konu sinni, júnó og Karó- h'nu litlu, svo allt gekk vel og ekkert slys varð af. Öll grenjuðu börnin, hvert í kapp við annað, en það sakaði eigi, því ]rað heyrð- ist eigi fyrir látunum í veðrinu. Þeim yngri börnunum var komið í rúmið, en þau hjónin, Flink og Júnó sátu uppi og hlust- uðu á hamfarir veðurofsans. XV. KAPÍTULI. Björgun. Ofur lítið dró úr veðurhæðinni með morgninum, en sá þó hvorki til lofts né sól- ar, og áfram rigndi ósköpin öll, og jörðin var orðin senr svampur, og tjarnir og læki mátti alls staðar sjá. Flink brá sér til strand- ar, til að sjá. hvernig þar væri urnhorfs. Ennþá \rar haugasjór og foráttubrim. En skipið? Hvað var nú orðið af „Tasmaníu“? Hún var sundur liðuð með öllu, og plank- arnir úr henni veltust til og frá í brimgarð- inum. Flink heyrði fótatak bak við sig. Það var Grafton, er einnig hafði gengið til strandar, til að sjá sig um. Flink benti honum út í brimgarðinn. „Nú get.ið þér séð, hve lag- lega og ljómandi vel ofviðrið og hafrótið liafa limað „Tasmaníu" í smátætlur. Það varð eitthvað undan að láta, því veðrið var afskaplegt í nótt! En á verra getum við átt von, ef við eigi hið fyrsta flytjum liéðan. Nú fáum við að líkindum nokkra góðviðris- daga, en hvað tekur svo við?“ „Já, þá er bezt að við tökunr Jregar til starfa!“sagði Grafton, og um leið og hann benti á tjaldið, sem ofviðrið hafði slitið upp, bætti hann við; „Mikil guðs mildi var, að enginn skyldi slasast!" Það var nú fyrst rokið í að konra tjaldinu upp aftur. Þeir Flink og Grafton hjuggu til nokkra staura, og allar taugar og kaðla gátu þeir notað aftur. Segldúkurinn var lrreiddur til þerris, rúmföt og dýnur sönru- leiðis. Er þeir höfðu lokið Jressu starfi, kom júnó og kallaði á þá til nratar. „Já, matfrið verðunr við að hafa,“ sagði Flink, „en annars verðunr við að halda vel áfranr. Allt bendir á, að það verði hægviðri í dag að minnsta kosti. Þegar við höfum lrorðað, legg eg það til, að við förum á veið- ar. Það er að segja förum og söfnum saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.