Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 108
98
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
henni og öllu, er í lestinni var, þóknaðist
að skola þarna á land.
„Ætli tjöldin fái staðist þessar hamfarir
stormsins?" hugsaði Flink með sjálfum sér,
er stöðugt herti á veðrinu. Eg verð að fara
til tjaldanna, ef eg kynni að geta eitthvað
að gert eða úr ráðið.“
En er til tjaldaíma kom, var orðið svo
dimmt, að eigi sáust handaskil, og hann
fékk ekkert að gert. Hann gekk því inn í
tjaklið, til að taka af sér gust, settist niður
og beið þess, er verða vildi. Leggjast til
hvíldar vildi hann ekki; jrað gekk of nrikið
á til þess. Annars hafði enginn farið úr föt-
unum, er lagst var fyrir, nema Tom og
yngstu börnin.
Nú ætlaði allt um koll að keyra. Það þaut
í öllu, og veðurofsinn ætlaði að rykkja upp
tjöldunum, og var þeim þó svikalaust tyllt
niður með sterkum kaðli, og regnið þrengdi
sér inn í straumum. Loks sleit tjaldið, sem
frúin og börnin höfðust við í, upp, ekki af
því, að kaðallinn slitnaði, heldur hinu, að
tjaldhælarnir létu undan. Tjaldið valt um,
en þeir feðgar og Flink voru þá eigi seinir
á sér að hlaupa til að ná frúnni og börn-
unum út úr, eða réttara sagt út undan tjald-
inu, sem nú liafði lagzt sarnan. I myrkrinu
tókst þeim að ná frúnni og börnunum yfir
í hitt tjaldið. Flink náði í Tom, sem grenj-
aði. afskaplega og skalf eins og hrísla. Villi
náði í Albert litla og bar hann inn í tjaldið.
Grafton hjálpaði konu sinni, júnó og Karó-
h'nu litlu, svo allt gekk vel og ekkert slys
varð af. Öll grenjuðu börnin, hvert í kapp
við annað, en það sakaði eigi, því ]rað heyrð-
ist eigi fyrir látunum í veðrinu. Þeim yngri
börnunum var komið í rúmið, en þau
hjónin, Flink og Júnó sátu uppi og hlust-
uðu á hamfarir veðurofsans.
XV. KAPÍTULI.
Björgun.
Ofur lítið dró úr veðurhæðinni með
morgninum, en sá þó hvorki til lofts né sól-
ar, og áfram rigndi ósköpin öll, og jörðin
var orðin senr svampur, og tjarnir og læki
mátti alls staðar sjá. Flink brá sér til strand-
ar, til að sjá. hvernig þar væri urnhorfs.
Ennþá \rar haugasjór og foráttubrim. En
skipið? Hvað var nú orðið af „Tasmaníu“?
Hún var sundur liðuð með öllu, og plank-
arnir úr henni veltust til og frá í brimgarð-
inum.
Flink heyrði fótatak bak við sig. Það var
Grafton, er einnig hafði gengið til strandar,
til að sjá sig um. Flink benti honum út í
brimgarðinn. „Nú get.ið þér séð, hve lag-
lega og ljómandi vel ofviðrið og hafrótið
liafa limað „Tasmaníu" í smátætlur. Það
varð eitthvað undan að láta, því veðrið var
afskaplegt í nótt! En á verra getum við átt
von, ef við eigi hið fyrsta flytjum liéðan.
Nú fáum við að líkindum nokkra góðviðris-
daga, en hvað tekur svo við?“
„Já, þá er bezt að við tökunr Jregar til
starfa!“sagði Grafton, og um leið og hann
benti á tjaldið, sem ofviðrið hafði slitið
upp, bætti hann við; „Mikil guðs mildi var,
að enginn skyldi slasast!"
Það var nú fyrst rokið í að konra tjaldinu
upp aftur. Þeir Flink og Grafton hjuggu
til nokkra staura, og allar taugar og kaðla
gátu þeir notað aftur. Segldúkurinn var
lrreiddur til þerris, rúmföt og dýnur sönru-
leiðis.
Er þeir höfðu lokið Jressu starfi, kom
júnó og kallaði á þá til nratar.
„Já, matfrið verðunr við að hafa,“ sagði
Flink, „en annars verðunr við að halda vel
áfranr. Allt bendir á, að það verði hægviðri
í dag að minnsta kosti. Þegar við höfum
lrorðað, legg eg það til, að við förum á veið-
ar. Það er að segja förum og söfnum saman