Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 112
102
FLIN K STÝRIMAÐ U R
N. Kv.
og var það ekkert smáræðis dót: sængur-
fatnaður, tjalddúkur, eldhússáhöld, borð-
búnaður og fleira. Hann var hinn ánægð-
asti yfir því, að hafa komið öllu þessu frá
og tók sér nú hvíld.
,,Þau eru nú búin að vera fast að fjórum
stundum á leiðinni og hljóta að fara að
koma,“ sagði Flink við sjálfan sig. „En það
er nokkuð annað, að liafa kvenfólk og biirn
í eftirdragi, og Villi liefur eflaust í mörgu
að snúast.“
Þegar Flink hafði setið fjórðung stundar
við eldinn og skarað vel í honum, komu
allir hundarníir og flöðrucju ánægjulega
upp um hann. Jæja, þau hlutu þá að vera í
nánd. Það stóð lieima. Að fám mínútum
liðnum komu þau öll í ljósmál. Allir voru
yfirkomnir af þreytu, því lieitt var. A ein-
um stað hafði orðið nokkur dvöl vegna frú-
arinnar, sem þurfti að kasta mæðinni. Svo
fann Tom upp á því, að vilja láta bera sig,
og fór svo að háorga, en foreldrar hans af-
tóku það með öllu. Villi hafði þó verið
svo vænn að bera hann stundarkorn. Ofur-
lítið höfðu þau Hka villst, en áttuðu sig
skjótt og komust á rétta leið, en þetta tafði
nokkuð. Karólína litla sagðist afsegja, að
vera í þessum dimma skógi, og Albert sagð-
ist vera glorhungraður — en Tom grenjaði
eiginlega af engu, heldur bara hinum til
samlætis. En nú var ferðin á enda og allt
'í lagi. Frúin var þreytt eftir ferðina og fór
strax með börnin inn í tjaldið til að hvíla
sig.
Flink fór á móti Grafton og bauð hann
velkominn til hans nýja heimilis. „Þér meg-
ið reiða yður á, að þegar allt er komið í lag,
verður hér ágætt og vistlegt að búa, en það
tekur tíma að búa vel um sig. í dag verðum
við. . . . Já, fyrst er nú að.fá eitthvað að éta,
og það fáum við, er konan yðar hefir hvílt
sig dálítið, en svo er að rjúka í að koma
upp okkar tjaldi, en á morgun tökum við
alvarlega til starfa.“
Þeim kom saman um, að Flink næsta dag
o
skyldi sækja kjöt, flesk, mjöl, baunir og
ýmislegt fleira, er geymt var í vörugeymslu-
tjaldinu. Flink hélt sig geta flutt í þremur
ferðum allt það, er nauðsynlegast væri og
mest á riði.
Þegar frúin og börnin höfðu hvílt sig
stundarkorn, settust allir til nratar.
„Nú, það er ekkert ómeti, sem þú ætlar
að bjóða okkur upp á, Flink minn!“ sagði
Villi, er Flink tók hlemminn af pottinum.
„Það er heldur lostætur matur, sem þú hef-
ur á boðstólum?“
„Ojá, eg liélt að allir væru orðnir hálfleið-
ir á þessu eilífa saltkjöti, svo eg breytti til,
svona í liátíðaskyni.“
„Góð er lyktin!“ sagði lrúin, um leið'og
hún jós upp á diskinn sinn.
Flink gamli leysti nú frá skjóðunni og
gat þess, hvernig hann hefði náð í skjald-
bökuna og væri það skjaklbökusúpa, sem
hún væri nú að borða, og dáðist frúin að
því, hvílíkur snillingur hann væri í mat-
reiðslu; aðeins mætti vera dálítið meira
salt í súpunni.“
„Salt,“ sagði Flink, „eigum við nokkuð
salt, Júnó?“
„Já; ofurlítið eigum við eftir, en sama
sem ekkert," svaraði stúlkan.
„Hvernig eigurn við.að komast af salt-
Iaus?“ spurði frúin.
„Við höfum ótal ráð til að ná í salt,“ sagði
Flink, „en um það verður J)ú að sjá, Júnó!“
„Eg!“ Vesalings Júnó vissi ekki hvernig
hún skyldi ráða frarn úr þessu. Flink og
Grafton litu Iivor á annan og brostu, og
Grafton benti út á sjóinn og sagði:
„Nóg er af saltinu í sjónum, Júnó!“
Þetta var Júnó hreinasta ráðgáta og ekki
heldur gat frúin skilið hvað bóndi hennar
meinti. Grafton varð því að skýra Jretta
nokkuð betur fyrir þeirn. Fkki væri annað
en sjóða saltvatn í katlinum, eða lofa sól-
inni að hjálpa til. Þegar vatnið liitnaði guf-
aði það upp, en saltið yrði eftir. Þetta væri
nú allur galdurinn. „Þessa saltframleiðslu