Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 125
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
115
kom hik á hann. Svo sagði hann: ,,Það ev
nii eins og mig minni, að skipstjórinn hali
eitthvað verið að tala um, að sig vantaði
léttapilt. . . . Það er bezt að eg lof'i þér að
sitja í út í skipið.“
Svo reri hann kænunni út í skipið, og
þannig koinst eg þá með frekju á skipsfjöl.
„Þú þarna, strákur, hvert er erindi jvitt
hingað?“ spurði skipstjóri, liastur í máli.
Eg sagði honum, ófeiminn, eins og var, að
mig langaði svo mikið til sjós.“
„Eg held, að þú sért svoddan græningi,"
sagði skipstjóri, „og svo mættirðu vera ofur-
lítið stærri og þroskaðri. Þú ert auðvitað
enginn maður til að fara upp í reiða og
út á stengur?“
„Nú, svo jvað haldið þér,“ sagði eg, og
óðara var eg kominn upp í reiða og út á
enda á bramseglinú. Enginn íkorni hefði
gert Jvað betur. Þegar eg kom niður á [jil-
farið aftur, hafði skipstjóri skipt um skoð-
un á mér. Nú kvað hann sig fúsan til að
taka mig í sína þjónustu, og þar með var
]jað mál klappað og klárt. — Innan stundar
var skipið, sem var koladallur, koniið út
úr höfninni, og áður en dagur rann, var það
komið út á reginhaf, sem þá og framvegis
átti að verða framtíðarheimili mitt.
Eg var eigi lengi að komast að því, að
skipstjórinn var verulegt ruddamenni, og
áður en dagurinn var á enda, var eg farinn
að iðrast eftir að hafa látið leiðast út i
þetta flan. Og er myrkrið kom og eg orð-
inn holdvotur og skjálfandi af kulda, og
hafði fleygt mér niður í gömul og hálfvot
segi, þar sem eg skyldi hafast við um nótt-
ina, jjá fór eg að gráta. Eg fór jjá að hugs-i
um móður mína og það, hve mjög eg hafði
hryggt liana og sært með Jjessu fáheyröa
flani mínu.“
Flink Jjagnaði. „Já,“ sagði hánn svo, „hér
ætla eg nú að nema staðar í frásögninni.
Mér finnst eg eigi geta haldið lengra áfram
í kvöld. Það er sem mér hitni um of um
hjartaræturnar, éf eg hugsa um, hve hval-
vís og fljótur eg var á mér í þá daga. Það
er líka tími til kominn að fara að liátta. —
Já herra Grafton, viljið þér nú gera mér
jjá ánægju, að lesa fyrir mig og okkur öll
þessi huggunarríku og friðandi orð úr biblí-
unni: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði
og þunga eruð hlaðnir, eg mun veita yðnr
hvíld! “
XXIII. KAPÍTULI
Skemmtihúsið. — Flink heldur áfram
að segja frá.
Daginn eftur höfðu jjeir feðgar og Flink
nóg að gera við að fella tré, því nú skyldi
byggja geymsluhús undir það dót og vör-
ur, er flytja skyldi smátt og smátt frá strand-
staðnum.
A leiðinni upp í skóginn sagðist Flink
ætla að sýna Jjeim stað, er hentugur væri
til að setja þar skotvígi, ef svo skyldi fara,
að þeir einlivern tíma jjvrftu á því að halda,
ef á jjá yrði ráðist. „Sjáið þér nú til,“ sagði
Flink, „þessi staður, sem eg hef liugsað mér,
er eigi langt frá húsinu okkar, og er það
mikils virði, og svo bætist við, að skógur-
inn hylur það svo vel, að ómögulegt er að
koma auga á það neðan frá ströndinni. Að
sönnu verðum við að ryðja okkur einhverja
vegarnefnu gegnum skóginn þangað inn, en
hann leggjum við í krókurn, og þá dettur
engum í hug, sem ókunnugur er, að þar
geti verið um veg að ræða. — Eg er ekki
að gera ráð fyrir þessu af því, að eg búist
við, að við nokkurn tíma þurfum að flýja
eða hrekjast frá húsinu okkar, en allt getur
fyrir komið, og bezt ævinlega að vera við
öllu búinn. — Eg þekki ofur lítið inn í
venjur og háttu þessara villtu þjóðflokka,
lierra Grafton, og mér er kunnugt um, að
hinir innfæddu eyjarskeggjar slangra stund-
um til og frá milli eyjanna til að leita að
kókoshnetum. Hvort nálægustu eyjarnar
hér eru byggðar eða eigi, skal eg láta ósagt,
15*